Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 08:06 Carlson vill meina að hann sé eini blaðamaðurinn sem hefur þor til að taka viðtal við Pútín en hið rétta er að hann er líklega eini blaðamaðurinn á Vesturlöndum sem Pútín vill mögulega ræða við. Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli. Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann. Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín. Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi. Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess. Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024 Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli. Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann. Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín. Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi. Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess. Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44