Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 13:31 Markvörðurinn Carter Hart er einn fimmmenninganna sem nú hafa verið ákærðir. Getty/Len Redkoles Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018. Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum. Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum.
Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira