Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 13:31 Markvörðurinn Carter Hart er einn fimmmenninganna sem nú hafa verið ákærðir. Getty/Len Redkoles Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018. Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum. Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum.
Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti