Enski boltinn

Segir of mikið af mynd­ban­dsdóm­gæslu og að þetta taki of langan tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Upplifun áhorfanda á leikjum er ekki góð vegna þess að það fer of langur tími í myndbandsdómgæslu og það fer of langur tími í hverja skoðun.
Upplifun áhorfanda á leikjum er ekki góð vegna þess að það fer of langur tími í myndbandsdómgæslu og það fer of langur tími í hverja skoðun. Getty/Michael Regan

Enska úrvalsdeildin hefur séð heilan haug að mistökum í myndbandsdómgæslu á þessu tímabili og yfirmanni hjá ensku úrvalsdeildinni finnst hreinlega að það sé verið að skoða of marga hluti í dag.

ESPN fór yfir mistök við myndbandsdómgæslu fyrir nokkrum vikum og þar kom fram að þeim hafi fækkað úr 25 niður í 20 frá því á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur tíminn sem hefur farið í athuganir aukist.

Þar má finna ákveðin vendipunkt eða síðan að það var ranglega dæmt af mark Luis Díaz fyrir Liverpool á móti Tottenham 30. september síðastliðinn.

Tony Scholes er yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni og hann segir að það sé of mikið af myndbandsdómgæslu í leikjum í deildinni og að þessar athuganir taki of langan tíma.

Scholes telur að löng hlé vegna þessara athugana séu að skemma upplifun áhorfenda af leiknum ekki síst þeirra sem mæta á leikina sjálfa og fá ekki að sjá endursýningarnar eins og þau sem eru heima í stofu.

Varðandi það að taka upp hálfsjálfvirka rangstöðutækni á næsta tímabili segir hann að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Það er líka einhver vafi um hversu örugg sú tækni sé.

„Það er augljóslega ekki allt fullkomið í VAR heiminum. Við gerum okkur grein fyrir því og við vitum að við þurfum að vinna í því. Við erum að skoða of marga hluti í leikjum og við tökum allt of langan tíma í hverja og eina athugun. Það er samt að vissu leyti skiljanlegt miðað hvað er mikil pressa á þeim,“ sagði Tony Scholes.

„Af því að þetta er að taka svo langan tíma þá er þetta að hafa áhrif á flæði leiksins og við vitum af því. Það þarf að bæta hraðann en um leið að passa upp á nákvæmnina,“ sagði Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×