Segir of mikið af myndbandsdómgæslu og að þetta taki of langan tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 07:31 Upplifun áhorfanda á leikjum er ekki góð vegna þess að það fer of langur tími í myndbandsdómgæslu og það fer of langur tími í hverja skoðun. Getty/Michael Regan Enska úrvalsdeildin hefur séð heilan haug að mistökum í myndbandsdómgæslu á þessu tímabili og yfirmanni hjá ensku úrvalsdeildinni finnst hreinlega að það sé verið að skoða of marga hluti í dag. ESPN fór yfir mistök við myndbandsdómgæslu fyrir nokkrum vikum og þar kom fram að þeim hafi fækkað úr 25 niður í 20 frá því á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur tíminn sem hefur farið í athuganir aukist. Þar má finna ákveðin vendipunkt eða síðan að það var ranglega dæmt af mark Luis Díaz fyrir Liverpool á móti Tottenham 30. september síðastliðinn. VAR check: @premierleague admits problems with VAR. We're doing too many checks, we re taking too long in doing them as well, says Tony Scholes, PL chief football officer. Hopes to improve decision time by more training of VARs and introduction of specialist VARs recruited from — Henry Winter (@henrywinter) February 7, 2024 Tony Scholes er yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni og hann segir að það sé of mikið af myndbandsdómgæslu í leikjum í deildinni og að þessar athuganir taki of langan tíma. Scholes telur að löng hlé vegna þessara athugana séu að skemma upplifun áhorfenda af leiknum ekki síst þeirra sem mæta á leikina sjálfa og fá ekki að sjá endursýningarnar eins og þau sem eru heima í stofu. Varðandi það að taka upp hálfsjálfvirka rangstöðutækni á næsta tímabili segir hann að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Það er líka einhver vafi um hversu örugg sú tækni sé. „Það er augljóslega ekki allt fullkomið í VAR heiminum. Við gerum okkur grein fyrir því og við vitum að við þurfum að vinna í því. Við erum að skoða of marga hluti í leikjum og við tökum allt of langan tíma í hverja og eina athugun. Það er samt að vissu leyti skiljanlegt miðað hvað er mikil pressa á þeim,“ sagði Tony Scholes. „Af því að þetta er að taka svo langan tíma þá er þetta að hafa áhrif á flæði leiksins og við vitum af því. Það þarf að bæta hraðann en um leið að passa upp á nákvæmnina,“ sagði Scholes. Premier League chief football officer Tony Scholes on VAR: "Too many checks," "taking too long" Fan experience "nowhere near good enough" VAR errors down Exclusive: Liverpool suffer most, Villa biggest winners Semi-automated offside doubtshttps://t.co/kkwo8FJyxs— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) February 7, 2024 Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
ESPN fór yfir mistök við myndbandsdómgæslu fyrir nokkrum vikum og þar kom fram að þeim hafi fækkað úr 25 niður í 20 frá því á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur tíminn sem hefur farið í athuganir aukist. Þar má finna ákveðin vendipunkt eða síðan að það var ranglega dæmt af mark Luis Díaz fyrir Liverpool á móti Tottenham 30. september síðastliðinn. VAR check: @premierleague admits problems with VAR. We're doing too many checks, we re taking too long in doing them as well, says Tony Scholes, PL chief football officer. Hopes to improve decision time by more training of VARs and introduction of specialist VARs recruited from — Henry Winter (@henrywinter) February 7, 2024 Tony Scholes er yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni og hann segir að það sé of mikið af myndbandsdómgæslu í leikjum í deildinni og að þessar athuganir taki of langan tíma. Scholes telur að löng hlé vegna þessara athugana séu að skemma upplifun áhorfenda af leiknum ekki síst þeirra sem mæta á leikina sjálfa og fá ekki að sjá endursýningarnar eins og þau sem eru heima í stofu. Varðandi það að taka upp hálfsjálfvirka rangstöðutækni á næsta tímabili segir hann að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Það er líka einhver vafi um hversu örugg sú tækni sé. „Það er augljóslega ekki allt fullkomið í VAR heiminum. Við gerum okkur grein fyrir því og við vitum að við þurfum að vinna í því. Við erum að skoða of marga hluti í leikjum og við tökum allt of langan tíma í hverja og eina athugun. Það er samt að vissu leyti skiljanlegt miðað hvað er mikil pressa á þeim,“ sagði Tony Scholes. „Af því að þetta er að taka svo langan tíma þá er þetta að hafa áhrif á flæði leiksins og við vitum af því. Það þarf að bæta hraðann en um leið að passa upp á nákvæmnina,“ sagði Scholes. Premier League chief football officer Tony Scholes on VAR: "Too many checks," "taking too long" Fan experience "nowhere near good enough" VAR errors down Exclusive: Liverpool suffer most, Villa biggest winners Semi-automated offside doubtshttps://t.co/kkwo8FJyxs— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) February 7, 2024
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira