Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 17:01 NFL áhugakona stillir sér upp á milli mynda af leikstjórnendunum, Patrick Mahomes og Brock Purdy. Getty/Candice Ward Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira