Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Sömuleiðis eru veitt verðlaun í flokknum Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi.
Verðlaunin eru veitt á grundvelli vörumerkjastefnu fyrirtækja og er meðal annars litið til viðskiptalíkana og staðfærslu þeirra við valið. Markmiðið með verðlaununum er að efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu og verðlauna fyrirtæki sem stóðu sig best á þessu sviði á síðasta ári.
Útsendingin hefst klukkan 12 og er hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.