„Þetta er upplifun lífsins!“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:37 Ferðamenn sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins segja starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. Vísir Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi eldgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11