Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:35 Þegar mest lét stóðu um 50 manns í biðröð í Múrbúðinni í Keflavík eftir rafmagnsofnum. Sigurður Hallbjörnsson Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum. „Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11