Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2024 18:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“ Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“
Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira