Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2024 19:21 Forysta félaga á almenna og opinbera vinnumarkaðnum á fyrsta sameignlega fundi þeirra með ráðherrum í dag vegna komandi kjarasamninga. Stöð 2/Arnar Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur verið múlbundin gagnvart fjölmiðlum í hálfan mánuð. Stíft hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Lítið hefur hins vegar spurst út af gangi viðræðna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nokkur sátt um samningstíma til fjögurra ára og ekki langt á milli samningsaðila varðandi launaliðinn. Hins vegar gangi erfiðlega að ná saman um forsendur samninganna, það er að segja hvað þurfi að ganga upp á samningstímanum til að samningarnir standi, eða verði sagt upp. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar mættu til fundar við oddvita ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag til að fara yfir þann pakka sem ríkisstjórnin er tilbúin að setja fram til að liðka fyrir kjaraviðræðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir viðræður stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar hafa dýpkað á fundinum.Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn hafa verið þann fyrsta milli ráðherra og forystufólks allrar verkalýðshreyfingarinnar, bæði á almenna og opinbera markaðnum. „Við höfðum auðvitað hitt fulltrúa breiðfylkingarinnar sameiginlega núna í janúarmánuði. Ég hafði átt fundi með forystufólki opinberu heildarsamtakanna. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundurinn þar sem líka komu fleiri ráðherrar,“ sagði Katrín. Samtalið hefði aðeins dýpkað á þessum fundi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á að í skiptum fyrir mjög hóflegar launahækkanir auki stjórnvöld framlög í svo kölluð tilfærslukerfi eins og barna og húsnæðisbætur. „Auðvitað var ekki neitt endanlegt lagt fram á þessum fundi. En okkur gafst aðeins tækifæri til að dýpka samtalið um útfærslur og mögulega aðkomu stjórnvalda. Eins og ég hef ítrekað sagt liggur fyrir algerlega skýr vilji okkar til að greiða fyrir kjarasamningum sem styðja verðbólgumarkmið og sem geta skapað hér forsendur til að lækka vexti. Um það erum við öll sammála inni í þessu herbergi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að fundi loknum. Dregur til tíðinda fljótlega Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ekki sérlega bjartsýnn um gang viðræðna að loknum fundi forystu verkalýðshreyfingarinnar með ráðherrum í dag.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ríkisstjórnina ekki hafa upplýst um neinar upphæðir á þessum fundi. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hafi hins vegar gert grein fyrir stöðu viðræðna og hver lykillinn væri að lausninni að þeirra mati. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekkert segja eftir að fundinum lauk annað en „ég held að ég sé í fjölmiðlabanni.“ En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn ASÍ Atvinnurekendur Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7. febrúar 2024 19:21 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur verið múlbundin gagnvart fjölmiðlum í hálfan mánuð. Stíft hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Lítið hefur hins vegar spurst út af gangi viðræðna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nokkur sátt um samningstíma til fjögurra ára og ekki langt á milli samningsaðila varðandi launaliðinn. Hins vegar gangi erfiðlega að ná saman um forsendur samninganna, það er að segja hvað þurfi að ganga upp á samningstímanum til að samningarnir standi, eða verði sagt upp. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar mættu til fundar við oddvita ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag til að fara yfir þann pakka sem ríkisstjórnin er tilbúin að setja fram til að liðka fyrir kjaraviðræðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir viðræður stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar hafa dýpkað á fundinum.Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn hafa verið þann fyrsta milli ráðherra og forystufólks allrar verkalýðshreyfingarinnar, bæði á almenna og opinbera markaðnum. „Við höfðum auðvitað hitt fulltrúa breiðfylkingarinnar sameiginlega núna í janúarmánuði. Ég hafði átt fundi með forystufólki opinberu heildarsamtakanna. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundurinn þar sem líka komu fleiri ráðherrar,“ sagði Katrín. Samtalið hefði aðeins dýpkað á þessum fundi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á að í skiptum fyrir mjög hóflegar launahækkanir auki stjórnvöld framlög í svo kölluð tilfærslukerfi eins og barna og húsnæðisbætur. „Auðvitað var ekki neitt endanlegt lagt fram á þessum fundi. En okkur gafst aðeins tækifæri til að dýpka samtalið um útfærslur og mögulega aðkomu stjórnvalda. Eins og ég hef ítrekað sagt liggur fyrir algerlega skýr vilji okkar til að greiða fyrir kjarasamningum sem styðja verðbólgumarkmið og sem geta skapað hér forsendur til að lækka vexti. Um það erum við öll sammála inni í þessu herbergi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að fundi loknum. Dregur til tíðinda fljótlega Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ekki sérlega bjartsýnn um gang viðræðna að loknum fundi forystu verkalýðshreyfingarinnar með ráðherrum í dag.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ríkisstjórnina ekki hafa upplýst um neinar upphæðir á þessum fundi. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hafi hins vegar gert grein fyrir stöðu viðræðna og hver lykillinn væri að lausninni að þeirra mati. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekkert segja eftir að fundinum lauk annað en „ég held að ég sé í fjölmiðlabanni.“ En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn ASÍ Atvinnurekendur Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7. febrúar 2024 19:21 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7. febrúar 2024 19:21
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11
Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29