„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. febrúar 2024 20:16 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent