Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði svipað veður á morgun, en suðaustantil á landinu gangi í norðaustan tíu til fimmtán metra á sekúndu og fari að snjóa. Hlýnar smám saman.
„Annað kvöld má búast við austan kalda eða strekkingi á landinu og einhverjum éljum í flestum landshlutum.
Á sunnudag er svo útlit fyrir norðaustan kalda eða stinningskalda með dálítilli snjókomu um landið austanvert, en það hvessir smám saman við suðausturströndina. Á Suðvestur- og Vesturlandi verður hins vegar þurrt að mestu. Vægt frost víðast hvar,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austan og norðaustan 5-15 m/s og dálítil él, en bjart að mestu á Vesturlandi, hvassast syðst. Snjókoma með köflum sunnantil eftir hádegi og einnig vestanlands um kvöldið. Frost yfirleitt 0 til 8 stig.
Á sunnudag: Norðaustan 8-15, en 15-23 suðaustantil eftir hádegi. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið um landið vestanvert. Hiti um eða undir frostmarki
Á mánudag: Norðaustan og norðan 10-18. Snjókoma eða slydda austantil, annars él, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Norðanátt og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag og fimmtudag: Vestan- og suðvestanátt og dálítil él, en þurrt á Suðaustur- og Austurlandi.