Mikill meirihluti sérfræðinganna spáir Chiefs sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 14:01 Patrick Mahomes þykir líklegur til að vinna sinn þriðja titil með Kansas City Chiefs. AP/Martin Meissner Leikurinn um Ofurskálina fer fram í Las Vegas á sunnudagskvöldið og það lítur út fyrir að þeir sem fylgjast vel með hafi miklu meiri trú á öðru liðinu. Lið San Francisco 49ers var miklu meira sannfærandi á þessu NFL tímabili og það væri því langeðlilegast ef að þeim væri spáð sigri í Super Bowl leiknum í ár. Það er samt ekki svo. ESPN fjallar vel um NFL-deildina og hefur stóran hóp fólks í vinnu við að greina leikina, taka viðtöl og fjalla um það sem fer fram. ESPN ákvað að fá alla þessa aðila, 64 talsins, til að spá fyrir um lokatölur í Super Bowl leiknum á sunnudaginn en leikurinn er á milli 49ers og Kansas City Chiefs og fer fram í Las Vegas. Kansas City Chiefs er ríkjandi meistari eftir sigur á Philadelphia Eagles í fyrra en Chiefs liðið hefur verið gagnrýnt mikið í allan vetur. Þegar verst gekk bjuggust mjög fáir við því að liðið færi alla leið í ár enda virtist sóknarleikurinn vera lengi vel í molum. ESPN experts pick Super Bowl LVIII and make their MVP predictions https://t.co/f7z90fhnl1 #NFL #SchwartziesSports— Schwartzies (@SchwartziesS) February 7, 2024 Patrick Mahomes og félagar unnu frábæra útisigra á sterkum liðum á leið sinni í úrslitaleikinn og nú trúir fólk aftur á meistarana. Sérfræðingar ESPN hafa mikla trú á því að Chiefs liðið verji titilinn og verði fyrsta liðið til að gera það í tvo áratugi. 49 af 64 spámönnum telja að Kansas City Chiefs verði NFL meistari í ár eða 76,6 prósent. Aðeins 23,4 prósent spáð því að San Francisco 49ers vinni sinn fyrsta meistaratitil frá árinu 1995. Flestir spáðu leiknum 27-24 eða átta talsins en sjö spáðu honum 27-21. Mest var spáð 64 skoruðum stigum í leiknum (34-30) en minnst 37 stigum (20-17). Sá sem spáð stærstum sigri spáði 20 stiga sigri (34-14) en annars voru 52 af 64 á því að leikurinn myndi vinnast á snertimarki eða minna. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01 „Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8. febrúar 2024 23:32 Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01 Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31 Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. 6. febrúar 2024 10:32 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Lið San Francisco 49ers var miklu meira sannfærandi á þessu NFL tímabili og það væri því langeðlilegast ef að þeim væri spáð sigri í Super Bowl leiknum í ár. Það er samt ekki svo. ESPN fjallar vel um NFL-deildina og hefur stóran hóp fólks í vinnu við að greina leikina, taka viðtöl og fjalla um það sem fer fram. ESPN ákvað að fá alla þessa aðila, 64 talsins, til að spá fyrir um lokatölur í Super Bowl leiknum á sunnudaginn en leikurinn er á milli 49ers og Kansas City Chiefs og fer fram í Las Vegas. Kansas City Chiefs er ríkjandi meistari eftir sigur á Philadelphia Eagles í fyrra en Chiefs liðið hefur verið gagnrýnt mikið í allan vetur. Þegar verst gekk bjuggust mjög fáir við því að liðið færi alla leið í ár enda virtist sóknarleikurinn vera lengi vel í molum. ESPN experts pick Super Bowl LVIII and make their MVP predictions https://t.co/f7z90fhnl1 #NFL #SchwartziesSports— Schwartzies (@SchwartziesS) February 7, 2024 Patrick Mahomes og félagar unnu frábæra útisigra á sterkum liðum á leið sinni í úrslitaleikinn og nú trúir fólk aftur á meistarana. Sérfræðingar ESPN hafa mikla trú á því að Chiefs liðið verji titilinn og verði fyrsta liðið til að gera það í tvo áratugi. 49 af 64 spámönnum telja að Kansas City Chiefs verði NFL meistari í ár eða 76,6 prósent. Aðeins 23,4 prósent spáð því að San Francisco 49ers vinni sinn fyrsta meistaratitil frá árinu 1995. Flestir spáðu leiknum 27-24 eða átta talsins en sjö spáðu honum 27-21. Mest var spáð 64 skoruðum stigum í leiknum (34-30) en minnst 37 stigum (20-17). Sá sem spáð stærstum sigri spáði 20 stiga sigri (34-14) en annars voru 52 af 64 á því að leikurinn myndi vinnast á snertimarki eða minna. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01 „Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8. febrúar 2024 23:32 Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01 Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31 Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. 6. febrúar 2024 10:32 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01
„Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8. febrúar 2024 23:32
Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01
Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31
Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. 6. febrúar 2024 10:32
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti