Fótbolti

Byrja í Laugar­dalnum en spila síðasta leikinn í Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í fótbolta.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Vísir/Hulda Margrét

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest leikdaga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Þjóðadeild UEFA í haust.

Ísland lenti í riðli með Wales, Svartfjallalandi og Tyrklandi þegar dregið var í riðla í B deild Þjóðadeildarinnar í gær.

Leikirnir fara fram í september, október og nóvember á þessu ári en sá fyrsti verður á móti Svartfjallalandi á Laugardalsvellinum föstudaginn 6. september. Þremur dögum síðar spilar liðið fyrsta útileikinn sem verður í Tyrklandi.

Íslenska liðið spilar síðan hina tvo heimaleikina í októbermánuði, 11. október á móti Wales og 14. október á móti Tyrklandi.

Síðustu tveir leikirnir verða síðan útileikir í nóvember. Liðið spilar í Svartfjallalandi 16. nóvember og spilar síðan í Wales þremur dögum síðar.

  • Leikir Íslands:
  • Ísland - Svartfjallaland föstudaginn 6. september
  • Tyrkland - Ísland mánudaginn 9. september
  • Ísland - Wales föstudaginn 11. október
  • Ísland - Tyrkland mánudaginn 14. október
  • Svartfjallaland - Ísland laugardaginn 16. nóvember
  • Wales - Ísland þriðjudaginn 19. nóvember



Fleiri fréttir

Sjá meira


×