Haraldur svaraði fyrir sig og er í toppbaráttu í Höfðaborg Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Haraldur Franklín Magnús slær boltann á mótinu í Höfðaborg. Getty/Johan Rynners Haraldur Franklín Magnús er á meðal efstu manna á golfmóti í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir afar góða spilamennsku á öðrum hring mótsins í dag, á stað sem honum hefur ekki gengið vel á. Mótið heitir Bain‘s Whisky Cape Town Open og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour). Mótinu lýkur á sunnudaginn. Haraldur lék í dag á aðeins 66 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins, eftir að hafa leikið á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því samtals á -9 höggum og einn af efstu kylfingunum þegar þetta er skrifað. „Þetta er uppreisn æru. Ég hef spilað hérna áður en aldrei gert vel, svo loksins er það að takast,“ sagði Haraldur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Magnus is one of six players in a share of the lead at the midway point of day two #CapeTownOpen pic.twitter.com/oow3363Y9x— Challenge Tour (@Challenge_Tour) February 9, 2024 „Maður þarf þolinmæði. Það virðist hægt að ná góðu skori en það þarf að slá mörg erfið högg og ég er stoltari af að hafa ekki fengið neinn skolla, frekar en af fuglunum sem ég náði. Ég náði oft að bjarga pari sem hélt mér á góðu skriði. Ég held að ég hafi aldrei hitt á flaggið, heldur alltaf á millisvæðið á flötinni, en setti niður góð pútt,“ sagði Haraldur. Hann var spurður hvernig hann kynni við vallaraðstæður í Höfðaborg: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur og kvaðst njóta þess að vera í toppbaráttunni: „Það er bara gaman. Ég er spenntur fyrir helginni og reyni að ná eins mörgum pörum og ég get, ef að vindurinn verður eins og spáin segir til um.“ Stöðuna á mótinu má finna hér. Þetta er annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni í ár en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á SDC Open, í Limpopo í Suður-Afríku í síðustu viku. Þriðja mót hans í landinu verður svo í nágrenni borgarinnar George dagana 15.-18. febrúar. Golf Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Mótið heitir Bain‘s Whisky Cape Town Open og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour). Mótinu lýkur á sunnudaginn. Haraldur lék í dag á aðeins 66 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins, eftir að hafa leikið á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því samtals á -9 höggum og einn af efstu kylfingunum þegar þetta er skrifað. „Þetta er uppreisn æru. Ég hef spilað hérna áður en aldrei gert vel, svo loksins er það að takast,“ sagði Haraldur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Magnus is one of six players in a share of the lead at the midway point of day two #CapeTownOpen pic.twitter.com/oow3363Y9x— Challenge Tour (@Challenge_Tour) February 9, 2024 „Maður þarf þolinmæði. Það virðist hægt að ná góðu skori en það þarf að slá mörg erfið högg og ég er stoltari af að hafa ekki fengið neinn skolla, frekar en af fuglunum sem ég náði. Ég náði oft að bjarga pari sem hélt mér á góðu skriði. Ég held að ég hafi aldrei hitt á flaggið, heldur alltaf á millisvæðið á flötinni, en setti niður góð pútt,“ sagði Haraldur. Hann var spurður hvernig hann kynni við vallaraðstæður í Höfðaborg: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur og kvaðst njóta þess að vera í toppbaráttunni: „Það er bara gaman. Ég er spenntur fyrir helginni og reyni að ná eins mörgum pörum og ég get, ef að vindurinn verður eins og spáin segir til um.“ Stöðuna á mótinu má finna hér. Þetta er annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni í ár en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á SDC Open, í Limpopo í Suður-Afríku í síðustu viku. Þriðja mót hans í landinu verður svo í nágrenni borgarinnar George dagana 15.-18. febrúar.
Golf Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira