Óvissa um lykilmann Vals: „Þetta lítur rosalega illa út“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 13:31 Joshua Jefferson var studdur af velli í leiknum við Hauka í gærkvöld. Stöð 2 Sport Óvissa ríkir um Joshua Jefferson, Bandaríkjamanninn í körfuboltaliði Vals, sem meiddist í hné í sigrinum gegn Haukum í gær. Ljóst er að um mikið áfall væri að ræða fyrir Val ef meiðslin reynast alvarleg. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins