Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 14:35 Zodiac bátur á borð við þá sem Sportbátar seldu áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot. Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna. Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina. Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina.
Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira