Hjartapóstkassinn kominn upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 09:56 Hjartalaga póstkassa hefur verið komið upp í Kringlunni. Aðsend Það er falleg hefð á Valentínusardaginn að leggja sig fram um að gleðja ástina sína. Síðustu ár hefur Pósturinn aðstoðað Amor við á þessum degi og ekki veitir af þar sem hann er önnum kafinn. Á því verður engin undantekning í ár en verður þó gert með öðru sniði. Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt." Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Aðsend Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana tíunda til fjórtánda febrúar og er hann líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila,“ segir Vilborg. Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“ Pósturinn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt." Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Aðsend Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana tíunda til fjórtánda febrúar og er hann líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila,“ segir Vilborg. Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“
Pósturinn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira