Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 23:03 Vonin um að rjúfa fjögur hundruð þúsunda múrinn í febrúar virðist vera úti. Vísir/Vilhelm Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Greint er frá endurbættri aðferð Hagstofu Íslands við mat á íbúafjölda á Íslandi í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að hagstofan hafi unnið að henni í í kjölfar manntals Hagstofunnar frá 1. janúar 2021 sem sýndi að fjöldi landsmanna var ofmetinn um tíu þúsund manns. Fram kemur að Hagstofan stefni á að gefa út leiðréttar upplýsingar um mannfjölda 1. janúar 2024, þann 21. mars næstkomandi, og uppfæra samhliða tölur allt frá árinu 2011. „Íbúafjöldi er ein mikilvægasta hagstærð efnahagslífsins og ýmsar hagstærðir gjarnan settar í samhengi við íbúafjölda. Breytt aðferðafræði við mat á íbúafjölda er til þess fallin að bæta gæði ýmissa hagstærða, bæta samtímamat á hagþróun og stuðla að betri ákvörðunartöku í efnahagsmálum og opinberum fjármálum,“ segir í tilkynningunni. Verðum ekki fjögur hundruð þúsund í febrúar Tölur um íbúafjölda á landinu hafa hingað til verið byggðar á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Í tilkynningunni segir að þær tölur bendi ranglega til þess að íbúar landsins verði að líkindum fjögur hundruð þúsund talsins í febrúar 2024. Endurbætta aðferðin byggist hins vegar á að búseta einstaklinga sé metin út frá breiðari grunni opinberra skráa. Þannig megi ætla að í nýju mati Hagstofunnar verði íbúafjöldinn talsvert minni en nú er talið. Þá segir að ástæðu ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda megi rekja til þess að einstaklingar upplýsi stofnunina síður um það þegar þeir flytja úr landi en þegar þeir flytja til landsins. Einstaklingar hafi ríkan hvata til að skrá sig inn í landið, fá kennitölu og geta þannig nýtt sér ýmsa þjónustu eins og að opna bankareikning og skrá lögheimili. Ofmatið líklega upp á fjórtán þúsund manns Þegar einstaklingar flytja úr landi séu hins vegar ekki slíkir hvatar til staðar. Þar af leiðandi sé skráður íbúafjöldi mun meiri en raunverulegur íbúafjöldi. Í endurbættri aðferð hagstofunnar felist að leiðrétta framangreint ofmat með því að draga þann fjölda einstaklinga sem er fluttur af landi brott. Hagstofan greindi frá því í nóvember 2022 að ofmat hafi verið á manntalinu sem birt var 1. janúar 2021. Sé gert ráð fyrir að skekkjan hafi vaxið samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara meti fjármála- og efnahagsráðuneytið að ofmat íbúafjöldans hér á landi sé nú um fjórtán þúsund. Slíkt hafi óumflýjanlega markverð áhrif á mat á stöðu fasteignamarkaðar, til að mynda. Þá kemur fram að leiðréttar mannfjöldatölur hafi áhrif á mat á þróun efnahagsmála. Til að mynda leiði ofmat á mannfjölda til vanmats á landsframleiðslu á mann, en mælikvarðinn er gjarnan notaður til að meta efnahagslega frammistöðu og bera saman lífskjör milli landa. Loks segir að miðað við áðurnefndar forsendur um ofmat íbúafjölda virðast lífskjör hafa náð fyrri hæðum í fyrra þegar landsframleiðsla á mann nam ellefu milljónir króna. Þá megi ætla að hagvöxtur á mann árið 2023 hafi verið 0,6 prósent miðað við birtar mannfjöldatölur en hann hafi í raun verið 1,1 prósent miðað við ofangreindar forsendur um ofmat á íbúafjölda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Greint er frá endurbættri aðferð Hagstofu Íslands við mat á íbúafjölda á Íslandi í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að hagstofan hafi unnið að henni í í kjölfar manntals Hagstofunnar frá 1. janúar 2021 sem sýndi að fjöldi landsmanna var ofmetinn um tíu þúsund manns. Fram kemur að Hagstofan stefni á að gefa út leiðréttar upplýsingar um mannfjölda 1. janúar 2024, þann 21. mars næstkomandi, og uppfæra samhliða tölur allt frá árinu 2011. „Íbúafjöldi er ein mikilvægasta hagstærð efnahagslífsins og ýmsar hagstærðir gjarnan settar í samhengi við íbúafjölda. Breytt aðferðafræði við mat á íbúafjölda er til þess fallin að bæta gæði ýmissa hagstærða, bæta samtímamat á hagþróun og stuðla að betri ákvörðunartöku í efnahagsmálum og opinberum fjármálum,“ segir í tilkynningunni. Verðum ekki fjögur hundruð þúsund í febrúar Tölur um íbúafjölda á landinu hafa hingað til verið byggðar á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Í tilkynningunni segir að þær tölur bendi ranglega til þess að íbúar landsins verði að líkindum fjögur hundruð þúsund talsins í febrúar 2024. Endurbætta aðferðin byggist hins vegar á að búseta einstaklinga sé metin út frá breiðari grunni opinberra skráa. Þannig megi ætla að í nýju mati Hagstofunnar verði íbúafjöldinn talsvert minni en nú er talið. Þá segir að ástæðu ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda megi rekja til þess að einstaklingar upplýsi stofnunina síður um það þegar þeir flytja úr landi en þegar þeir flytja til landsins. Einstaklingar hafi ríkan hvata til að skrá sig inn í landið, fá kennitölu og geta þannig nýtt sér ýmsa þjónustu eins og að opna bankareikning og skrá lögheimili. Ofmatið líklega upp á fjórtán þúsund manns Þegar einstaklingar flytja úr landi séu hins vegar ekki slíkir hvatar til staðar. Þar af leiðandi sé skráður íbúafjöldi mun meiri en raunverulegur íbúafjöldi. Í endurbættri aðferð hagstofunnar felist að leiðrétta framangreint ofmat með því að draga þann fjölda einstaklinga sem er fluttur af landi brott. Hagstofan greindi frá því í nóvember 2022 að ofmat hafi verið á manntalinu sem birt var 1. janúar 2021. Sé gert ráð fyrir að skekkjan hafi vaxið samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara meti fjármála- og efnahagsráðuneytið að ofmat íbúafjöldans hér á landi sé nú um fjórtán þúsund. Slíkt hafi óumflýjanlega markverð áhrif á mat á stöðu fasteignamarkaðar, til að mynda. Þá kemur fram að leiðréttar mannfjöldatölur hafi áhrif á mat á þróun efnahagsmála. Til að mynda leiði ofmat á mannfjölda til vanmats á landsframleiðslu á mann, en mælikvarðinn er gjarnan notaður til að meta efnahagslega frammistöðu og bera saman lífskjör milli landa. Loks segir að miðað við áðurnefndar forsendur um ofmat íbúafjölda virðast lífskjör hafa náð fyrri hæðum í fyrra þegar landsframleiðsla á mann nam ellefu milljónir króna. Þá megi ætla að hagvöxtur á mann árið 2023 hafi verið 0,6 prósent miðað við birtar mannfjöldatölur en hann hafi í raun verið 1,1 prósent miðað við ofangreindar forsendur um ofmat á íbúafjölda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira