Skipulagði barnsránið alveg ein: „Ég gefst aldrei upp fyrir þeim“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 06:46 Edda Björk á í heildina sjö börn. Tvo drengi sem eru fluttir að heiman. Tvær dætur sem enn búa heima og svo þrjá syni sem nú búa hjá föður sínum í Noregi. Hann fer með fulla forsjá þeirra samkvæmt úrskurði. Vísir/Arnar Edda Björk, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi en segist, þrátt fyrir dóm og enga forsjá, ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina til Noregs í mars 2022. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður barnsföður hennar á Íslandi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Barnsfaðir Eddu afþakkaði einnig að tjá sig um málið en fram kom í fréttum fyrir áramót að hann hefði lagt fram kæru vegna málsins á Íslandi. Gegn öllum sem aðstoðuðu við að fela drengina frá því að Edda Björk var framseld og þar til þeir fundust og flugu út þann 21. desember. Í fréttum af málinu fyrir áramót fullyrti Leifur að yngri drengurinn hefði ekki hitt bræður sína í tvær vikur en Edda Björk og lögmaður hennar, Helga Vala Helgadóttir, vísa þessu á bug og segja þá hafa verið saman. Aðrir sem liggja undir grun í málinu eru systir Eddu Bjarkar, mágur, eiginmaður, amma vinar sonar hennar og fyrrverandi lögmaðurinn hennar, Hildur Sólveig Pétursdóttir. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir að lögregla sé með mál til rannsóknar er varðar drengi Eddu Bjarkar en segir rannsóknina ekki snúa að því sama og hún var dæmd fyrir í Noregi. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir málið til rannsóknar og að rannsókn gangi vel. Vísir/Arnar „Það var tekinn skýrsla af drengjunum mínum í Barnahúsi síðasta þriðjudag. Það er íslenska lögreglan sem bað um það,“ segir Edda Björk en sem sakborningur í málinu fékk hún, og aðrir sem liggja undir grun, að vera viðstödd skýrslutökuna. Hvernig líður þér að þetta sé farið að hafa svona víðtæk áhrif á alla fjölskylduna? „Það er ömurlegt. Þetta fólk var ekki að gera neitt af sér. Við höfðum allt á hreinu frá okkar hlið,“ segir Edda Björk en hún gerði samning við systur sína, eftir að hún var framseld til Noregs, um að hún skyldi sjá um drengina. Hún segir ömurlegt að fjölskyldan öll liggi undir grun í rannsókn lögreglunnar. „Það er bara ömurlegt að vita til þess. En við trúum því enn að þetta leysist utan dómstóla því það er ekkert hér sem er hægt að ganga á eftir.“ Allskonar tilfinningar að koma heim Edda Björk var í gæsluvarðhaldi í um átta vikur í Noregi en var sleppt úr haldi þann 18. janúar síðastliðinn og flaug til Íslands þar sem hún afplánar dóm sinn. „Það eru allskonar tilfinningar. Það er erfitt að koma heim þegar strákarnir eru ekki. En það er samt dásamlegt að koma heim. Það vantar ekki. En það er gott að koma heim. Börnin, maðurinn minn og allir sem eru heima. En við söknum strákanna mjög mikið.“ Jólagjafir drengjanna bíða óopnaðar á rúmum þeirra. Vísir/Arnar Á þeim tæpum mánuði sem hefur liðið frá því hefur hún unnið að því með fangelsismálayfirvöldum á Íslandi að komast að samkomulagi um það hvernig hún afplánar dóminn. Samkvæmt lögum má hún gera það í samfélagsþjónustu. „Ég er í ágætis sambandi við Fangelsismálastofnun. Ég er í samfélagsþjónustu núna og já, það er mjög líklegt að ég verði áfram í samfélagsþjónustu,“ segir Edda Björk en að vegna þess að dómurinn sé ekki kominn til Íslands sé ekki búið að taka ákvörðun um það. Eins og stendur afplánar hún enn sinn fyrri dóm fyrir barnsrán í samfélagsþjónustu og gerir það í Grafarvogskirkju. Engin samskipti við drengina Frá því að Edda var handtekin í lok nóvember hefur hún engin samskipti átt við strákana. „Ég fæ ekki að gera það. Ég er búin að reyna en ég fæ ekki leyfi til að gera það.“ Er það þinn fyrrverandi sem leyfir það ekki? „Já, hann pabbi þeirra, hann leyfir það ekki,“ segir Edda og að það sé enn skýr vilji drengjanna að vilja búa á Íslandi. Spurð hvort hún telji þá ekki geta lifað skemmtilegu lífi á Íslandi segir Edda að þeir hafi klárlega átt vini þar þegar þeir bjuggu þar áður en bendir á sama tíma á að þeir eigi átta systkini á Íslandi og aðra stórfjölskyldu. „Það var skýrslutaka á þriðjudaginn og þeir komu þar allir. Við vorum þar, fullt af fólki viðstatt og þar var einlæg ósk þeirra að fá að vera á Íslandi og fá að tala við mig. Þeir vildu fá að koma heim til mömmu og vera þar. Ennþá sjö vikum seinna þótt þeir séu. Eins og þeir sögðu, bara fá að vera með vinum sínum og vera heima.“ Hafi ekki litað skoðanir þeirra Spurð hvort hún hafi von um að þeir komi aftur til Íslands segist hún aldrei hætta að vona. Fjölskyldan vilji það öll. Hún þvertekur fyrir það að hafa litað skoðanir drengjanna. „Við erum búin að fara í gegnum nokkra matsmenn og þeir hafa sagt við þá í Noregi og hér að þeir vilji búa hér. Það er ekkert auðvelt að lita skoðanir barns. Þeir eru búnir að vera í sjö vikur úti og ef það væri svona auðvelt þá væri hann búinn að því. En þeir vilja samt enn koma.“ En þeir eru kannski í einhverri svona hollustuklemmu? „Já, en þá væru þeir ekki að segja það ennþá, er það. Þá væru þeir ekki enn að segjast vilja vera á Íslandi ef þeir væru í hollustuklemmu. Því þeir búa hjá pabba sínum og eru þar núna.“ Edda afplánar nú dóm frá 2020 í samfélagsþjónustu og er í samtali við íslensk fangelsismálayfirvöld um það hvernig hún geti afplánað 20 mánaða dóm sem hún fékk í janúar fyrir barnsrán. Vísir/Arnar Spurð hvort hún sjái fyrir sér að barnsfaðir hennar snúist hugur og að eðlilegum samskiptum verði komið á segir Edda að hún hafi litlar væntingar til þess. Áður en hún sótti þá til Noregs í mars hafi hann verið með þá í þrjú ár þar og ekkert breyst hvað það varðar á þeim tíma. „Hann var með þá í þrjú ár áður en ég sótti þá. Mér finnst það sem verða að koma fram í þessu er að ég missi forræðið yfir þeim, og það er mikið talað um það að það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því. Ég missi forræðið því ég hélt þeim hérna eftir árið 2019.“ Missti forsjá eftir að hún hélt þeim eftir Eftir að hún hélt þeim eftir árið 2019 úrskurðaði norskum dómstóll að barnsfaðir hennar ætti að fara með fulla forsjá. Um var að ræða bráðabirgðaúrskurð sem var kveðinn upp í ágúst sama ár. Edda Björk var ekki kölluð til eða lögmaður fyrir hennar hönd og vísað til þess að hún hefði haldið þeim eftir í trássi við úrskurð og að nauðsynlegt væri að hafa hraðar hendur. Það var svo um ári síðar, eftir að hún fékk dóm í Noregi fyrir barnsrán, þar sem barnsföður hennar var áfram dæmd full forsjá yfir drengjunum og Eddu Björk 16 klukkustunda umgengni við þá. Samkvæmt úrskurði átti að deila tímanum á tvær helgar þar sem hún myndi hitta þá í fjórar klukkustundir daglega hvora helgi. Þar er einnig sagt að í það minnsta í þrjú ár ættu þessar heimsóknir að vera undir eftirliti og að þær yrðu að fara fram á norsku vegna ótta norskra yfirvalda við það að hún myndi taka þá til Noregs. Þá er tekið fram að þremur árum liðnum yrðu drengirnir 10 og 12 ára og að þá væru þeir orðnir það gamlir að taka ætti tillit til skoðana þeirra um það hvar þeir búi. Stelpurnar verða eftir á Íslandi Á sama tíma var henni og barnsföður hennar dæmd sameiginleg forsjá yfir dætrum þeirra tveimur sem hafa frá þessum tíma alltaf búið hjá móður sinni og barnsföður hennar gert að hitta þær í 16 klukkustundir á ári, dreift á tvær helgar. Heimsóknirnar þurftu ekki að fara fram á norsku eða undir eftirliti. Þegar málið var tekið fyrir voru þær 14 og 16 ára og kom skýrt fram í máli þeirra að þær vildu vera á Íslandi. Því komst dómstóllinn að því að föst búseta þeirra ætti að vera á Íslandi og að faðir þeirra gæti hitt þær tvær helgar á ári, samanlagt í 16 klukkustundir. Edda Björk segir góða ástæðu fyrir því að hafa haldið þeim eftir árið 2019. „Ég hefði aldrei gert það ef það hefði allt verið í góðu,“ segir Edda Björk en það hafði auðvitað þær afleiðingar að hún missti forræðið yfir þeim sem hafði fram að þessu verið sameiginlegt. Hún segir þessa ákvörðun hafa haft mikil áhrif á hana og öll börnin hennar. „Þú spyrð hvort ég haldi að þetta muni breytast. Allt frá því að þessi úrskurður kemur 2019 og þar til ég sæki þá breyttist ekkert. Öll okkar samskipti voru þannig að ef hann vildi fá eitthvað þá fékk ég ekki að tala við strákana fyrr en hann fékk það. Allt sem gekk á eftir þetta 2019 gekk út á það að hann vildi ráða.“ Þessi ákvörðun að sækja strákana í einkaflugvél. Finnst þér þetta enn í dag hafa verið rétta ákvörðun? „Já, mér finnst það ennþá. Ég sé ekki eftir því vegna þess að ástandið hefði aldrei breyst. Ég átti þarna, eða á þarna, þrjá drengi. Þetta voru að verða þrjú ár sem þeir höfðu ekki hitt systur sína eða bræður sína. Þekktu ekki fjölskylduna sína. Þetta eru ung börn sem eru að lenda í þessu. Það voru engar breytingar að fara að verða.“ Ekki hægt að líta framhjá vilja þeirra Hún segir að í hvert skipti sem hún hafi svo fengið að hitta þá, í þá 16 klukkutíma sem hún mátti, hafi þeir alltaf spurt hana hvenær þeir mættu koma heim. „Þú getur ekki litið framhjá því. Ég ber, sem foreldri, ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Og allra barnanna minna. Það er ekki hægt að líta framhjá þessu. Það er ekki hægt sem foreldri og maður verður að gera það sem maður getur.“ En grunaði þig að þetta myndi enda svona, þegar þú sóttir þá? „Ég vonaði auðvitað að það yrði hlustað á þá. En auðvitað vissi ég að þetta gæti endað svona. En að lögreglan myndi fara fram og handtaka börnin mín, ég bjóst ekki við því,“ segir Edda Björk og vísar þar til aðgerða lögreglu 21. desember. Stefnan sem ekki var send Edda Björk segir meðferð málsins á Íslandi hafa verið verulega gallaða og að allt málið hafi í raun litast af mistökum sem gerð voru í Noregi þegar málið átti fyrst að vera tekið fyrir í ágúst í fyrra. Vegna þessara mistaka voru fjórir mánuðir felldir af refsingu hennar í Noregi. „Þeir ákváðu sem sagt tólf dögum áður en að ég er að koma í ágúst, að ég ætli ekki að mæta. Og ástæðan sé sú að ég hafi ekki svarað stefnu. Þannig þá er send handtökuskipun til Íslands sem lögreglan tekur svo. En þeir hafa aldrei sent neina stefnu,“ segir Edda og heldur áfram: „Það er ekki bara Noregur sem gerði mistök, heldur líka íslensk dómsyfirvöld og íslenska lögreglan gerði mistök. Þetta eru allir sem taka undir hvern annan þarna. Þetta endar svo eins og margir vita. Að ég er framseld til Noregs á því sem ég vil kalla fölskum forsendum. Því ég ætlaði alltaf að mæta fyrir dóm og það var ekkert sem sagði til að ég hafi ekki ætlað að gera það, og dómurinn staðfesti það,“ segir Edda og að hún sé nú með þetta til skoðunar með lögmanni sínum. Edda segir það erfiðasta við þetta allt að hún hafi verið framseld og svo aðgerðir lögreglu þann 21. desember þegar drengirnir voru teknir af sérsveitarmönnum og fluttir á Keflavíkurflugvöll til að fara út með föður sínum. „Auðvitað braut ég lögin með því að sækja þá og ég vissi alveg að ég þyrfti að taka afleiðingunum af því. En mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því. Mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því að ég var handtekin.“ Skipulagði barnsránið ein Í norskum dómsskjölum er talað um að norskur huldumaður hafi aðstoðað Eddu Björk við aðgerðirnar í mars 2022. Edda Björk hlær að þessu. „Norskir dómstólum finnst ómögulegt að miðaldra húsmóðir í Grafarvogi hafi getað skipulagt þetta. En nei, ég gerði þetta bara ein. Alveg sjálf. Þetta var nú ekki svo flókið. En nei, ég á engan leynivin sem aðstoðaði mig þetta.“ Í úrskurði norska dómstólsins frá því í janúar, þar sem Edda er dæmd til 20 mánaða fangelsis, segir að hún hafi ítrekað sagt vitlaust frá í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Spurð um þetta segir Edda Björk að henni þyki sérstakt að þetta sé tiltekið í dómi. Barnsföður hennar hafi verið frjálst að lýsa aðstæðum en hafi ekki gert það. „Hann veit sannleikann í þessu máli og hefur ákveðið að halda sig til hlés.“ En fannst þér þetta hjálpa? „Ég var ekki að gera þetta hjálpa mér eða ekki hjálpa mér. Ég vill að fólk viti, og fólk vildi vita, hvað væri í gangi og ég hef sagt frá því. Ég hef ekkert að fela. Ég var hugsa um norska dómstóla þegar ég gerði það. Ég var að hugsa um haf barnanna minna og að einhver myndi kannski hlusta á það sem þeir sögðu og vildu.“ Ítrekað dæmt forsjá og talinn hæfur Í úrskurðinum er einnig skýrt tekið fram að barnsfaðir hennar hafi ítrekað verið metinn hæfari til að sjá um börnin, samkvæmt mörgum úrskurðum í Noregi og matsmönnum. Edda Björk gefur ekki mikið fyrir þær fullyrðingar og niðurstöður. „Ég hefði ekki sótt þá,“ svarar Edda Björk spurð um það hvort hún telji hann hæfan. „Ég hefði ekki sótt þá ef ég teldi það ekki það besta fyrir þá.“ Þannig hann getur ekki séð um börn? „Ég ætla kannski ekki að svara því þannig. En nei, það er ekki það besta að vera hjá honum.“ Spurð hvað henni hafi þótt erfiðast í þessu öllu segir hún aðgerðir lögreglu þann 21. Desember þegar sérsveit sótti drengina hennar og fór með þá á Keflavíkurflugvöll þar sem faðir þeirra beið þeirra og fór með þá heim. „Að sitja í fangelsi í Noregi og í gæsluvarðhaldi í erfiðum aðstæðum og vera vitni að því í gegnum síma sem gerðist,“ segir Edda. Voru ekki saman Drengirnir eru þrír en voru ekki saman þennan dag. Tveir voru með systir hennar og segir Edda Björk að þau hafi verið á leið frá kaffihúsi þegar sex sérsveitarbílar stöðvuðu bíl systur hennar og handtóku hana, frelsissviptu dóttur hennar og settu eldri drengina hennar í bíl með lögreglumanni sem ók þeim upp á Keflavíkurflugvöll. „Maður hugsaði bara hvað í veröldinni er í gangi á landinu. Þarna var opin aðfararaðgerð í gangi og lögreglan hafði látið okkur vita að þau væru ekkert að gera með hana,“ segir Edda Björk en aðfararaðgerðin hafði verið opin frá því að íslenskur dómstóll úrskurðaði um að flytja ætti drengina til föður síns sem fer með forsjá þeirra. Reynt var að framkvæma hana í október síðastliðinn en henni frestað að enda. Yngsti strákurinn var í heimsókn hjá ömmu vinar síns þegar sérsveitarmenn ryðjast þar inn að sögn Eddu Bjarkar í fylgd barnaverndarstarfsmanns. Þar er amman snúin niður og handjárnuð, að sögn Eddu Bjarkar, og drengurinn fluttur upp á Keflavíkurflugvöll. „Sonur minn auðvitað bara sturlast þarna af hræðslu og felur sig bakvið sjónvarpsskenk. Það er haldið á honum út í lögreglubíl. Hann veit auðvitað hvað er í gangi, að hann sé að fara til Noregs. Að barnið sé tekið með svona valdi, og bræður hans, og þeir fluttir einir í lögreglubílum upp á flugvöll. Þetta er ekki meðferð sem á að bjóða neinu barni.“ En finnst þér þú einhvern veginn bera ábyrgð á þessu? Því þú tókst þá þarna í einkaflugvél? „Nei, mér finnst ég ekki bera ábyrgð á þessu sem gerðist 21. desember. Það geri ég ekki,“ segir Edda Björk og að hún hafi margsinnis verið búin að biðja sýslumann að framkvæma aðför og bjóða honum í heimsókn. Þau hafi ekki svarað því. Eins og fram kom að ofan var gerð tilraun til að framkvæma aðförina þann 25. október en barnsföður Eddu Bjarkar stöðvaði hana að enda. Þá safnaðist margmenni fyrir utan húsið hennar sem mótmælti fjölmennum aðgerðum sýslumanns, sem þar naut aðstoðar lögreglu og barnaverndar. „Drengirnir neituðu þá að fara með þeim. Það átti bara að ljúka þessari aðfararaðgerð þá og hlusta á þá og gera þetta á eðlilegan hátt. Tala við þá,“ segir Edda Björk og er mjög gagnrýnin á það að börnum hennar hafi verið sagt þennan dag, eftir að hún var handtekin, að hún væri á leið til Noregs. „Hvernig eiga börnin mín að treysta lögreglunni í framtíðinni? Ef að lögregla, sýslumaður og barnaverndarnefnd hefðu unnið þetta eðlilega. Eða bara, kannski hefði bara verið best að pabbi þeirra hefði hlustað á þá, þá hefði þetta ekki þurft að fara svona. Þannig nei, ég ber ekki ábyrgð á því sem gerðist hér 21. desember. Það ætla ég ekki að taka að mér.“ Búin að reyna margt En sérðu fyrir þér að það verði einhvern tímann hægt að koma á eðlilegum samskiptum? Að koma að samkomulagi þannig drengirnir geti hitt ykkur bæði og átt bara eðlilegt líf? „Við erum búin að reyna það í mörg ár,“ segir Edda og að hún hafi boðið barnsföður sínum ótrúlega margt. „Við fengum sáttasemjara til að ræða við hann en hann svarar ekki. Það er alveg sama hvað við bjóðum eða spyrjum. Það er ekkert tilbaka. Hvernig á ég að semja við hann? Hann talar ekki við dætur sínar? Hlustar ekki á syni sína. Það er rosalega erfitt að semja við einhvern þegar það er enginn samstarfsvilji,“ segir Edda Björk. Hún segir að í mars, þegar hún tók þá í einkaflugvél þvert á forsjárskurð norskra yfirvalda, hafi hún strax haft samband við hann og bauð honum að hitta hann og tala við þá sem hann þáði ekki. Sér ekki eftir því að hafa tekið þá En þrátt fyrir allt sem hefur áður á gengið segist Edda ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina. „Ég væri ekki að þessu ef börnin mín vildu það ekki. Ég væri ekki að þessu ef við teldum ekki, alveg klárt mál, þetta þeim fyrir bestu. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst ekki um hann. Þetta snýst um börnin okkar og að gera það sem þeim er fyrir bestu. Það sem þau óska. Þetta er ekkert erfiðara en það. Þetta snýst um þau og á að snúast um þau.“ Þannig að á meðan þeir segjast vilja koma aftur þá heldur þú áfram? „Ég er komin í samtal við lögmann í Noregi og auðvitað skoða ég það. Ég gefst aldrei upp fyrir þeim. Mér finnst alltaf svo áhugavert að fólk tali um þetta sem sjálfselsku. Ég væri klárlega að gera eitthvað allt annað í lífinu ef ég væri að hugsa um sjálfa mig fyrst. Við erum að þessu fyrir þau og við hættum því ekkert á meðan þeir vilja.“ Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Keflavíkurflugvöllur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18. janúar 2024 17:46 Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. 17. janúar 2024 18:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður barnsföður hennar á Íslandi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Barnsfaðir Eddu afþakkaði einnig að tjá sig um málið en fram kom í fréttum fyrir áramót að hann hefði lagt fram kæru vegna málsins á Íslandi. Gegn öllum sem aðstoðuðu við að fela drengina frá því að Edda Björk var framseld og þar til þeir fundust og flugu út þann 21. desember. Í fréttum af málinu fyrir áramót fullyrti Leifur að yngri drengurinn hefði ekki hitt bræður sína í tvær vikur en Edda Björk og lögmaður hennar, Helga Vala Helgadóttir, vísa þessu á bug og segja þá hafa verið saman. Aðrir sem liggja undir grun í málinu eru systir Eddu Bjarkar, mágur, eiginmaður, amma vinar sonar hennar og fyrrverandi lögmaðurinn hennar, Hildur Sólveig Pétursdóttir. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir að lögregla sé með mál til rannsóknar er varðar drengi Eddu Bjarkar en segir rannsóknina ekki snúa að því sama og hún var dæmd fyrir í Noregi. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir málið til rannsóknar og að rannsókn gangi vel. Vísir/Arnar „Það var tekinn skýrsla af drengjunum mínum í Barnahúsi síðasta þriðjudag. Það er íslenska lögreglan sem bað um það,“ segir Edda Björk en sem sakborningur í málinu fékk hún, og aðrir sem liggja undir grun, að vera viðstödd skýrslutökuna. Hvernig líður þér að þetta sé farið að hafa svona víðtæk áhrif á alla fjölskylduna? „Það er ömurlegt. Þetta fólk var ekki að gera neitt af sér. Við höfðum allt á hreinu frá okkar hlið,“ segir Edda Björk en hún gerði samning við systur sína, eftir að hún var framseld til Noregs, um að hún skyldi sjá um drengina. Hún segir ömurlegt að fjölskyldan öll liggi undir grun í rannsókn lögreglunnar. „Það er bara ömurlegt að vita til þess. En við trúum því enn að þetta leysist utan dómstóla því það er ekkert hér sem er hægt að ganga á eftir.“ Allskonar tilfinningar að koma heim Edda Björk var í gæsluvarðhaldi í um átta vikur í Noregi en var sleppt úr haldi þann 18. janúar síðastliðinn og flaug til Íslands þar sem hún afplánar dóm sinn. „Það eru allskonar tilfinningar. Það er erfitt að koma heim þegar strákarnir eru ekki. En það er samt dásamlegt að koma heim. Það vantar ekki. En það er gott að koma heim. Börnin, maðurinn minn og allir sem eru heima. En við söknum strákanna mjög mikið.“ Jólagjafir drengjanna bíða óopnaðar á rúmum þeirra. Vísir/Arnar Á þeim tæpum mánuði sem hefur liðið frá því hefur hún unnið að því með fangelsismálayfirvöldum á Íslandi að komast að samkomulagi um það hvernig hún afplánar dóminn. Samkvæmt lögum má hún gera það í samfélagsþjónustu. „Ég er í ágætis sambandi við Fangelsismálastofnun. Ég er í samfélagsþjónustu núna og já, það er mjög líklegt að ég verði áfram í samfélagsþjónustu,“ segir Edda Björk en að vegna þess að dómurinn sé ekki kominn til Íslands sé ekki búið að taka ákvörðun um það. Eins og stendur afplánar hún enn sinn fyrri dóm fyrir barnsrán í samfélagsþjónustu og gerir það í Grafarvogskirkju. Engin samskipti við drengina Frá því að Edda var handtekin í lok nóvember hefur hún engin samskipti átt við strákana. „Ég fæ ekki að gera það. Ég er búin að reyna en ég fæ ekki leyfi til að gera það.“ Er það þinn fyrrverandi sem leyfir það ekki? „Já, hann pabbi þeirra, hann leyfir það ekki,“ segir Edda og að það sé enn skýr vilji drengjanna að vilja búa á Íslandi. Spurð hvort hún telji þá ekki geta lifað skemmtilegu lífi á Íslandi segir Edda að þeir hafi klárlega átt vini þar þegar þeir bjuggu þar áður en bendir á sama tíma á að þeir eigi átta systkini á Íslandi og aðra stórfjölskyldu. „Það var skýrslutaka á þriðjudaginn og þeir komu þar allir. Við vorum þar, fullt af fólki viðstatt og þar var einlæg ósk þeirra að fá að vera á Íslandi og fá að tala við mig. Þeir vildu fá að koma heim til mömmu og vera þar. Ennþá sjö vikum seinna þótt þeir séu. Eins og þeir sögðu, bara fá að vera með vinum sínum og vera heima.“ Hafi ekki litað skoðanir þeirra Spurð hvort hún hafi von um að þeir komi aftur til Íslands segist hún aldrei hætta að vona. Fjölskyldan vilji það öll. Hún þvertekur fyrir það að hafa litað skoðanir drengjanna. „Við erum búin að fara í gegnum nokkra matsmenn og þeir hafa sagt við þá í Noregi og hér að þeir vilji búa hér. Það er ekkert auðvelt að lita skoðanir barns. Þeir eru búnir að vera í sjö vikur úti og ef það væri svona auðvelt þá væri hann búinn að því. En þeir vilja samt enn koma.“ En þeir eru kannski í einhverri svona hollustuklemmu? „Já, en þá væru þeir ekki að segja það ennþá, er það. Þá væru þeir ekki enn að segjast vilja vera á Íslandi ef þeir væru í hollustuklemmu. Því þeir búa hjá pabba sínum og eru þar núna.“ Edda afplánar nú dóm frá 2020 í samfélagsþjónustu og er í samtali við íslensk fangelsismálayfirvöld um það hvernig hún geti afplánað 20 mánaða dóm sem hún fékk í janúar fyrir barnsrán. Vísir/Arnar Spurð hvort hún sjái fyrir sér að barnsfaðir hennar snúist hugur og að eðlilegum samskiptum verði komið á segir Edda að hún hafi litlar væntingar til þess. Áður en hún sótti þá til Noregs í mars hafi hann verið með þá í þrjú ár þar og ekkert breyst hvað það varðar á þeim tíma. „Hann var með þá í þrjú ár áður en ég sótti þá. Mér finnst það sem verða að koma fram í þessu er að ég missi forræðið yfir þeim, og það er mikið talað um það að það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því. Ég missi forræðið því ég hélt þeim hérna eftir árið 2019.“ Missti forsjá eftir að hún hélt þeim eftir Eftir að hún hélt þeim eftir árið 2019 úrskurðaði norskum dómstóll að barnsfaðir hennar ætti að fara með fulla forsjá. Um var að ræða bráðabirgðaúrskurð sem var kveðinn upp í ágúst sama ár. Edda Björk var ekki kölluð til eða lögmaður fyrir hennar hönd og vísað til þess að hún hefði haldið þeim eftir í trássi við úrskurð og að nauðsynlegt væri að hafa hraðar hendur. Það var svo um ári síðar, eftir að hún fékk dóm í Noregi fyrir barnsrán, þar sem barnsföður hennar var áfram dæmd full forsjá yfir drengjunum og Eddu Björk 16 klukkustunda umgengni við þá. Samkvæmt úrskurði átti að deila tímanum á tvær helgar þar sem hún myndi hitta þá í fjórar klukkustundir daglega hvora helgi. Þar er einnig sagt að í það minnsta í þrjú ár ættu þessar heimsóknir að vera undir eftirliti og að þær yrðu að fara fram á norsku vegna ótta norskra yfirvalda við það að hún myndi taka þá til Noregs. Þá er tekið fram að þremur árum liðnum yrðu drengirnir 10 og 12 ára og að þá væru þeir orðnir það gamlir að taka ætti tillit til skoðana þeirra um það hvar þeir búi. Stelpurnar verða eftir á Íslandi Á sama tíma var henni og barnsföður hennar dæmd sameiginleg forsjá yfir dætrum þeirra tveimur sem hafa frá þessum tíma alltaf búið hjá móður sinni og barnsföður hennar gert að hitta þær í 16 klukkustundir á ári, dreift á tvær helgar. Heimsóknirnar þurftu ekki að fara fram á norsku eða undir eftirliti. Þegar málið var tekið fyrir voru þær 14 og 16 ára og kom skýrt fram í máli þeirra að þær vildu vera á Íslandi. Því komst dómstóllinn að því að föst búseta þeirra ætti að vera á Íslandi og að faðir þeirra gæti hitt þær tvær helgar á ári, samanlagt í 16 klukkustundir. Edda Björk segir góða ástæðu fyrir því að hafa haldið þeim eftir árið 2019. „Ég hefði aldrei gert það ef það hefði allt verið í góðu,“ segir Edda Björk en það hafði auðvitað þær afleiðingar að hún missti forræðið yfir þeim sem hafði fram að þessu verið sameiginlegt. Hún segir þessa ákvörðun hafa haft mikil áhrif á hana og öll börnin hennar. „Þú spyrð hvort ég haldi að þetta muni breytast. Allt frá því að þessi úrskurður kemur 2019 og þar til ég sæki þá breyttist ekkert. Öll okkar samskipti voru þannig að ef hann vildi fá eitthvað þá fékk ég ekki að tala við strákana fyrr en hann fékk það. Allt sem gekk á eftir þetta 2019 gekk út á það að hann vildi ráða.“ Þessi ákvörðun að sækja strákana í einkaflugvél. Finnst þér þetta enn í dag hafa verið rétta ákvörðun? „Já, mér finnst það ennþá. Ég sé ekki eftir því vegna þess að ástandið hefði aldrei breyst. Ég átti þarna, eða á þarna, þrjá drengi. Þetta voru að verða þrjú ár sem þeir höfðu ekki hitt systur sína eða bræður sína. Þekktu ekki fjölskylduna sína. Þetta eru ung börn sem eru að lenda í þessu. Það voru engar breytingar að fara að verða.“ Ekki hægt að líta framhjá vilja þeirra Hún segir að í hvert skipti sem hún hafi svo fengið að hitta þá, í þá 16 klukkutíma sem hún mátti, hafi þeir alltaf spurt hana hvenær þeir mættu koma heim. „Þú getur ekki litið framhjá því. Ég ber, sem foreldri, ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Og allra barnanna minna. Það er ekki hægt að líta framhjá þessu. Það er ekki hægt sem foreldri og maður verður að gera það sem maður getur.“ En grunaði þig að þetta myndi enda svona, þegar þú sóttir þá? „Ég vonaði auðvitað að það yrði hlustað á þá. En auðvitað vissi ég að þetta gæti endað svona. En að lögreglan myndi fara fram og handtaka börnin mín, ég bjóst ekki við því,“ segir Edda Björk og vísar þar til aðgerða lögreglu 21. desember. Stefnan sem ekki var send Edda Björk segir meðferð málsins á Íslandi hafa verið verulega gallaða og að allt málið hafi í raun litast af mistökum sem gerð voru í Noregi þegar málið átti fyrst að vera tekið fyrir í ágúst í fyrra. Vegna þessara mistaka voru fjórir mánuðir felldir af refsingu hennar í Noregi. „Þeir ákváðu sem sagt tólf dögum áður en að ég er að koma í ágúst, að ég ætli ekki að mæta. Og ástæðan sé sú að ég hafi ekki svarað stefnu. Þannig þá er send handtökuskipun til Íslands sem lögreglan tekur svo. En þeir hafa aldrei sent neina stefnu,“ segir Edda og heldur áfram: „Það er ekki bara Noregur sem gerði mistök, heldur líka íslensk dómsyfirvöld og íslenska lögreglan gerði mistök. Þetta eru allir sem taka undir hvern annan þarna. Þetta endar svo eins og margir vita. Að ég er framseld til Noregs á því sem ég vil kalla fölskum forsendum. Því ég ætlaði alltaf að mæta fyrir dóm og það var ekkert sem sagði til að ég hafi ekki ætlað að gera það, og dómurinn staðfesti það,“ segir Edda og að hún sé nú með þetta til skoðunar með lögmanni sínum. Edda segir það erfiðasta við þetta allt að hún hafi verið framseld og svo aðgerðir lögreglu þann 21. desember þegar drengirnir voru teknir af sérsveitarmönnum og fluttir á Keflavíkurflugvöll til að fara út með föður sínum. „Auðvitað braut ég lögin með því að sækja þá og ég vissi alveg að ég þyrfti að taka afleiðingunum af því. En mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því. Mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því að ég var handtekin.“ Skipulagði barnsránið ein Í norskum dómsskjölum er talað um að norskur huldumaður hafi aðstoðað Eddu Björk við aðgerðirnar í mars 2022. Edda Björk hlær að þessu. „Norskir dómstólum finnst ómögulegt að miðaldra húsmóðir í Grafarvogi hafi getað skipulagt þetta. En nei, ég gerði þetta bara ein. Alveg sjálf. Þetta var nú ekki svo flókið. En nei, ég á engan leynivin sem aðstoðaði mig þetta.“ Í úrskurði norska dómstólsins frá því í janúar, þar sem Edda er dæmd til 20 mánaða fangelsis, segir að hún hafi ítrekað sagt vitlaust frá í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Spurð um þetta segir Edda Björk að henni þyki sérstakt að þetta sé tiltekið í dómi. Barnsföður hennar hafi verið frjálst að lýsa aðstæðum en hafi ekki gert það. „Hann veit sannleikann í þessu máli og hefur ákveðið að halda sig til hlés.“ En fannst þér þetta hjálpa? „Ég var ekki að gera þetta hjálpa mér eða ekki hjálpa mér. Ég vill að fólk viti, og fólk vildi vita, hvað væri í gangi og ég hef sagt frá því. Ég hef ekkert að fela. Ég var hugsa um norska dómstóla þegar ég gerði það. Ég var að hugsa um haf barnanna minna og að einhver myndi kannski hlusta á það sem þeir sögðu og vildu.“ Ítrekað dæmt forsjá og talinn hæfur Í úrskurðinum er einnig skýrt tekið fram að barnsfaðir hennar hafi ítrekað verið metinn hæfari til að sjá um börnin, samkvæmt mörgum úrskurðum í Noregi og matsmönnum. Edda Björk gefur ekki mikið fyrir þær fullyrðingar og niðurstöður. „Ég hefði ekki sótt þá,“ svarar Edda Björk spurð um það hvort hún telji hann hæfan. „Ég hefði ekki sótt þá ef ég teldi það ekki það besta fyrir þá.“ Þannig hann getur ekki séð um börn? „Ég ætla kannski ekki að svara því þannig. En nei, það er ekki það besta að vera hjá honum.“ Spurð hvað henni hafi þótt erfiðast í þessu öllu segir hún aðgerðir lögreglu þann 21. Desember þegar sérsveit sótti drengina hennar og fór með þá á Keflavíkurflugvöll þar sem faðir þeirra beið þeirra og fór með þá heim. „Að sitja í fangelsi í Noregi og í gæsluvarðhaldi í erfiðum aðstæðum og vera vitni að því í gegnum síma sem gerðist,“ segir Edda. Voru ekki saman Drengirnir eru þrír en voru ekki saman þennan dag. Tveir voru með systir hennar og segir Edda Björk að þau hafi verið á leið frá kaffihúsi þegar sex sérsveitarbílar stöðvuðu bíl systur hennar og handtóku hana, frelsissviptu dóttur hennar og settu eldri drengina hennar í bíl með lögreglumanni sem ók þeim upp á Keflavíkurflugvöll. „Maður hugsaði bara hvað í veröldinni er í gangi á landinu. Þarna var opin aðfararaðgerð í gangi og lögreglan hafði látið okkur vita að þau væru ekkert að gera með hana,“ segir Edda Björk en aðfararaðgerðin hafði verið opin frá því að íslenskur dómstóll úrskurðaði um að flytja ætti drengina til föður síns sem fer með forsjá þeirra. Reynt var að framkvæma hana í október síðastliðinn en henni frestað að enda. Yngsti strákurinn var í heimsókn hjá ömmu vinar síns þegar sérsveitarmenn ryðjast þar inn að sögn Eddu Bjarkar í fylgd barnaverndarstarfsmanns. Þar er amman snúin niður og handjárnuð, að sögn Eddu Bjarkar, og drengurinn fluttur upp á Keflavíkurflugvöll. „Sonur minn auðvitað bara sturlast þarna af hræðslu og felur sig bakvið sjónvarpsskenk. Það er haldið á honum út í lögreglubíl. Hann veit auðvitað hvað er í gangi, að hann sé að fara til Noregs. Að barnið sé tekið með svona valdi, og bræður hans, og þeir fluttir einir í lögreglubílum upp á flugvöll. Þetta er ekki meðferð sem á að bjóða neinu barni.“ En finnst þér þú einhvern veginn bera ábyrgð á þessu? Því þú tókst þá þarna í einkaflugvél? „Nei, mér finnst ég ekki bera ábyrgð á þessu sem gerðist 21. desember. Það geri ég ekki,“ segir Edda Björk og að hún hafi margsinnis verið búin að biðja sýslumann að framkvæma aðför og bjóða honum í heimsókn. Þau hafi ekki svarað því. Eins og fram kom að ofan var gerð tilraun til að framkvæma aðförina þann 25. október en barnsföður Eddu Bjarkar stöðvaði hana að enda. Þá safnaðist margmenni fyrir utan húsið hennar sem mótmælti fjölmennum aðgerðum sýslumanns, sem þar naut aðstoðar lögreglu og barnaverndar. „Drengirnir neituðu þá að fara með þeim. Það átti bara að ljúka þessari aðfararaðgerð þá og hlusta á þá og gera þetta á eðlilegan hátt. Tala við þá,“ segir Edda Björk og er mjög gagnrýnin á það að börnum hennar hafi verið sagt þennan dag, eftir að hún var handtekin, að hún væri á leið til Noregs. „Hvernig eiga börnin mín að treysta lögreglunni í framtíðinni? Ef að lögregla, sýslumaður og barnaverndarnefnd hefðu unnið þetta eðlilega. Eða bara, kannski hefði bara verið best að pabbi þeirra hefði hlustað á þá, þá hefði þetta ekki þurft að fara svona. Þannig nei, ég ber ekki ábyrgð á því sem gerðist hér 21. desember. Það ætla ég ekki að taka að mér.“ Búin að reyna margt En sérðu fyrir þér að það verði einhvern tímann hægt að koma á eðlilegum samskiptum? Að koma að samkomulagi þannig drengirnir geti hitt ykkur bæði og átt bara eðlilegt líf? „Við erum búin að reyna það í mörg ár,“ segir Edda og að hún hafi boðið barnsföður sínum ótrúlega margt. „Við fengum sáttasemjara til að ræða við hann en hann svarar ekki. Það er alveg sama hvað við bjóðum eða spyrjum. Það er ekkert tilbaka. Hvernig á ég að semja við hann? Hann talar ekki við dætur sínar? Hlustar ekki á syni sína. Það er rosalega erfitt að semja við einhvern þegar það er enginn samstarfsvilji,“ segir Edda Björk. Hún segir að í mars, þegar hún tók þá í einkaflugvél þvert á forsjárskurð norskra yfirvalda, hafi hún strax haft samband við hann og bauð honum að hitta hann og tala við þá sem hann þáði ekki. Sér ekki eftir því að hafa tekið þá En þrátt fyrir allt sem hefur áður á gengið segist Edda ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina. „Ég væri ekki að þessu ef börnin mín vildu það ekki. Ég væri ekki að þessu ef við teldum ekki, alveg klárt mál, þetta þeim fyrir bestu. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst ekki um hann. Þetta snýst um börnin okkar og að gera það sem þeim er fyrir bestu. Það sem þau óska. Þetta er ekkert erfiðara en það. Þetta snýst um þau og á að snúast um þau.“ Þannig að á meðan þeir segjast vilja koma aftur þá heldur þú áfram? „Ég er komin í samtal við lögmann í Noregi og auðvitað skoða ég það. Ég gefst aldrei upp fyrir þeim. Mér finnst alltaf svo áhugavert að fólk tali um þetta sem sjálfselsku. Ég væri klárlega að gera eitthvað allt annað í lífinu ef ég væri að hugsa um sjálfa mig fyrst. Við erum að þessu fyrir þau og við hættum því ekkert á meðan þeir vilja.“
Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Keflavíkurflugvöllur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18. janúar 2024 17:46 Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. 17. janúar 2024 18:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18. janúar 2024 17:46
Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. 17. janúar 2024 18:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26