Samkvæmt Ægi Þór Eysteinssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins komu þeir til Kaíró seint í gærkvöldi og eru þrír talsins.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Kristína Eiríksdóttir fóru til Egyptalands í síðustu viku og tókst að aðstoða tvær fjölskyldur frá Gasa. Ein þeirra er komin hingað til lands en önnur er í Kaíró. Þær gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir að beita sér ekki fyrir því að þau sem hlytu dvalarleyfi kæmust til landsins.
Fjölskyldan sem komin er til Íslands samanstendur af þremur drengjum og móður þeirra sem fengu að hitta fjölskyldufaðirinn eftir rúmlega fimm ára aðskilnað á Leifsstöð.