Innlent

Ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu á Aust­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Frá Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu hefur verið lýst á Aust­fjörðum.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að mikil úrkoma hafi mælst á Seyðisfirði í nótt og að það snjói í fjöllum en að bloti sé í snjónum í byggð.

„Hvöss A-ANA átt hefur verið á fjöllum síðan í gærkvöldi. Það á að draga úr úrkomu þegar líður á daginn og vind að hægja um leið og hann snýr sér til norðlægari áttar. 

Náið verður fylgst með aðstæðum og þróun í dag,“ segir á vef Veðurstofunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×