Fattaði ekki að hann hafði tryggt Chiefs sigur í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 16:31 Patrick Mahomes er hér búinn að gera Mecole Hardman Jr. grein fyrir því að hann hafði tryggt Kansas City Chiefs liðinu sigur í Super Bowl. Getty/Ezra Shaw/ Útherjinn Mecole Hardman upplifði stærstu stund ferilsins í nótt þegar hann tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl leiknum. Hann var samt ekki alveg með á nótunum í leikslok. Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Ofurskálin Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Ofurskálin Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira