Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 07:30 Kelvin Kiptum var framtíðarstórstjarna í frjálsum íþróttum og þegar orðinn einn af stóru nöfnunum. Getty/Michael Reaves Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sjá meira
Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sjá meira