Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 07:30 Kelvin Kiptum var framtíðarstórstjarna í frjálsum íþróttum og þegar orðinn einn af stóru nöfnunum. Getty/Michael Reaves Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira