Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 07:30 Kelvin Kiptum var framtíðarstórstjarna í frjálsum íþróttum og þegar orðinn einn af stóru nöfnunum. Getty/Michael Reaves Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira