Kraftaverk við hitaveitulögnina Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 21:42 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. „Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira