Hægt verði að auka aðgengi að Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:16 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Almannavarnir hafa endurmetið heildaráhættu fyrir Grindavík með tilliti til verðmætabjörgunar íbúa og fyrirtækja fyrir næstkomandi miðvikudag til föstudaga. Niðurstaðan er sú að hægt sé að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að til grundvallar sé meðal annars uppfært hættumat Veðurstofu. Þar kemur fram að dregið hafi tímabundið úr hættu vegna fyrirvaralausrar gosopnunar, hraunflæðis og fasmengunar. Áhættumatið byggi á samspili fjölmargra þátta, svo sem vöktunar, varna og viðbragða á staðnum, veðurs og rýmingartíma. „Niðurstaða áhættumatsins er að hægt er að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík, þrátt fyrir að ekki sé hægt að reikna með flóttaleið um Norðurljósaveg að Grindavíkurvegi. Reiknað er með að allir íbúar og fyrirtæki geti komist til Grindavíkur á einhverjum næstu þremur dögum, ef veðurskilyrði hamla ekki aðgengi, eða aðrar hættur skapast.“ Fram kemur í tilkynningunni að jarðkönnun sprungna í Grindavík sé ekki lokið. Því gildi áfram takmarkanir varðandi aðgengi að lóðum og opnum svæðum. Þau sem eigi QR kóða þurfi ekki að sækja um hann aftur. Áhættumatið gildir til fimmtudagsins 15. febrúar kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Um áttatíu íbúar hafa undanfarna daga nýtt sér aðgengi í Grindavík dag hvern. Þau sem þegar voru búin að skipuleggja að fara til Grindavíkur á næstu dögum en falla ekki undir þetta nýja plan geta enn haldið sínu skipulagi, að því er segir í tilkynningunni. Þau geti hringt í síma 4443500, frá kl. 8:00 til 15:00 til þess að fá ítarlegri upplýsingar. Staðan verður svo endurmetin næstu daga. Seinni part næsta föstudags og á laugardaginn er búist við slæmu veðri í Grindavík. Skipulag frá 14.2 – 16.2.: Miðvikudagur 14.febrúar (kl. 9-15) L 1 – L 5G 1 – G6I1 – I6 Fimmtudagur 15.febrúar (kl. 9-15) H1-H7S1/ S3 / Þórkötlustaðahverfi Föstudagur 16.febrúar (kl. 9-15) V1-V5M1 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að til grundvallar sé meðal annars uppfært hættumat Veðurstofu. Þar kemur fram að dregið hafi tímabundið úr hættu vegna fyrirvaralausrar gosopnunar, hraunflæðis og fasmengunar. Áhættumatið byggi á samspili fjölmargra þátta, svo sem vöktunar, varna og viðbragða á staðnum, veðurs og rýmingartíma. „Niðurstaða áhættumatsins er að hægt er að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík, þrátt fyrir að ekki sé hægt að reikna með flóttaleið um Norðurljósaveg að Grindavíkurvegi. Reiknað er með að allir íbúar og fyrirtæki geti komist til Grindavíkur á einhverjum næstu þremur dögum, ef veðurskilyrði hamla ekki aðgengi, eða aðrar hættur skapast.“ Fram kemur í tilkynningunni að jarðkönnun sprungna í Grindavík sé ekki lokið. Því gildi áfram takmarkanir varðandi aðgengi að lóðum og opnum svæðum. Þau sem eigi QR kóða þurfi ekki að sækja um hann aftur. Áhættumatið gildir til fimmtudagsins 15. febrúar kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Um áttatíu íbúar hafa undanfarna daga nýtt sér aðgengi í Grindavík dag hvern. Þau sem þegar voru búin að skipuleggja að fara til Grindavíkur á næstu dögum en falla ekki undir þetta nýja plan geta enn haldið sínu skipulagi, að því er segir í tilkynningunni. Þau geti hringt í síma 4443500, frá kl. 8:00 til 15:00 til þess að fá ítarlegri upplýsingar. Staðan verður svo endurmetin næstu daga. Seinni part næsta föstudags og á laugardaginn er búist við slæmu veðri í Grindavík. Skipulag frá 14.2 – 16.2.: Miðvikudagur 14.febrúar (kl. 9-15) L 1 – L 5G 1 – G6I1 – I6 Fimmtudagur 15.febrúar (kl. 9-15) H1-H7S1/ S3 / Þórkötlustaðahverfi Föstudagur 16.febrúar (kl. 9-15) V1-V5M1
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira