Sport

Dag­skráin í dag: Tíu beinar út­sendingar á Valentínusar- og ösku­daginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Kane, Thomas Müller og félagar í Bayern München verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Harry Kane, Thomas Müller og félagar í Bayern München verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sebastian Widmann/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á tíu beinar útsendingar þennan Valentínusar- og öskudag ársins 2024. Því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Subway-deildirnar eiga heima á Stöð 2 Sport og við hefjum leik á viðureign Hauka og Stjörnunnar í Subway-deild karla klukkan 17:40. Klukkan 20:10 er svo komið að næsta leik í Ólafssal þar sem Haukar taka á móti Keflavík í Subway-deild kvenna.

Að þeim leik loknum verður Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar í Subway-deild kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Meistaradeildin er farin að rúlla á ný eftir of langan tíma og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25. Klukkan 19:50 færum við okkur svo út á völl þar sem Lazio tekur á móti Bayern München áður en Meistaradeildarmörkin taka við keflinu.

Stöð 2 Sport 3

Bologna og Fiorentina eigast við í ítalska boltanum klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport 3.

Stöð 2 eSport

Föruneyti Pingsins verður á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 20:00.

Vodafone Sport

Paris Saint-Germain tekur á móti Real Sociedad í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:50 áður en Pittsburgh Penguins og Florida Panthers eigast við í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 00:35 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×