Fékk flogakast vegna streitu og álags Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 20:00 Eggert Sólberg Jónsson og Þuríður Gísladóttir stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í Grindavík í dag. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. Álagið síðustu mánuði sé búið að vera gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
„Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira