Góð ráð gegn innbrotum fyrir vetrarfríið Ágúst Mogensen skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Lögreglumál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar