Kelvin Kiptum setti nýtt heimsmet í maraþonhlaupi á síðasta ári og var á góðri leið með því að verða næsta stórstjarna frjálsíþróttaheimsins.
Hann lést í bílslysi í Kenía á sunnudaginn ásamt þjálfara sínum. Fráfall hans var mikið áfall fyrir frjálsíþróttaheiminn. Hann var aðeins 24 ára gamall og ætlaði sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París í sumar.
"He gave us just a glimmer that it was possible".
— TCS London Marathon (@LondonMarathon) February 13, 2024
History is eternal
Kelvin Kiptum
1999-2024 pic.twitter.com/NSZOGM9HV9
Kiptum missti stjórn á bílnum sínum á leið á æfingu með skelfilegum afleiðingum fyrir hann og þjálfara hans.
Keníska þingið heiðraði minningu Kiptum með eins mínútna þögn en margir þingmenn hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn á bílslysinu. Þeir vilja líka tryggja það að íþróttafólk þjóðarinnar fái meiri vernd.
„Það á að koma fram við íþróttafólkið okkar eins og tignarfólk og þau eiga fá sínar eigin öryggisráðstafanir,“ sagði þingmaðurinn Phelix Odiwuor við AFP fréttastofuna.
„Við syrgjum núna en verðum engu að síður að fá aðgerðir í gang hjá íþróttamálaráðuneytinu. Þeir verða að taka íþróttafólkið okkar alvarlega,“ sagði þingmaðurinn Gideon Kimaiyo.
Kiptum er ekki fyrsta keníska íþróttastjarnan sem deyr ungur. Árið 2011 dó maraþonhlauparinn Samuel Wanjiru líka 24 ára gamall en hann hafði þá unnið gull í maraþonhlaupi á ÓL 2008. Árið 2021 þá fannst langhlauparinn Agnes Tirop myrt en hún var 25 ára.
Ababu Namwamba, íþróttamálaráðherra Kenía, gaf það út að keníska ríkið muni sjá um jarðaför Kiptum.
Parliament Resumes
— KBC Channel1 News (@KBCChannel1) February 13, 2024
Hon.Phelix Odiwuor 'Jalang'o' : As we mourn the death of Kelvin Kiptum, having listened to what his father said, there should be a thorough investigation to what actually caused the accident. We request that our athletes be treated as VIPs and given security. pic.twitter.com/YmFm7AzbqV