Bað LGBTQ+ samfélagið afsökunar á áralöngum ofsóknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 09:03 Þáttastjórnandinn Wojciech Szeląg baðst afsökunar á framgöngu ríkismiðilsins TVP gagnvart hinsegin fólki. Þáttastjórnandi hjá ríkismiðlinum TVP í Póllandi hefur beðist afsökunar á afstöðu og framkomu miðilsins í garð LGBTQ+ fólks síðustu ár. Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á stjórn TVP þegar Donald Tusk varð forsætisráðherra í desember síðastliðnum. Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni. Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni.
Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira