Gríðarlegt áfall á Hlíðarenda: „Leyfum okkur að vera daprir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 10:03 Joshua Jefferson hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Val í vetur. Vísir / Hulda Margrét Valsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli, og vonir þeirra um Íslandsmeistaratitil í körfubolta minnkað til muna, eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson spilar ekki meira á leiktíðinni. Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur. Subway-deild karla Valur Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti