Skoðun

267 sigur­vegarar

Valgerður Sigurðardóttir skrifar

Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum.

Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir.

Sjálfboðaliðar

En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt.

Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×