Innlent

Land rís að­eins hraðar en fyrir gos

Bjarki Sigurðsson skrifar
Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því.

„Mér sýnist, við bíðum aðeins í nokkra daga til að meta það almennilega, en mér sýnist það vera mjög svipað og það var fyrir. Kannski aðeins hraðar og rétt fyrir gos eins og það hefur alltaf gert. Verið aðeins hraðar eftir gos og svo hægir það á sér,“ segir Benedikt. 

Hann segir þróunina vera nánast alveg eins og hefur verið á milli eldgosa síðustu ár á Reykjanesi. Land byrjar að rísa hratt skömmu eftir goslok þar til það hægist smá á því. 

„Þetta er bara eiginlega alveg eins,“ segir Benedikt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×