Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:22 Herve Debono, Hilmar Þór Birgisson, Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Jón Gunnar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands, Guðmundur Auðunsson og Sigrún Halldórsdóttir, formaður dómnefndar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Skóla - og menntamál Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
Skóla - og menntamál Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira