Hlaut sex ára dóm fyrir smygl og forðast enn fangelsi fyrir að stinga frænda Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 16:30 Quincy Promes lék með Hollendingum á EM 2021, ári eftir að hafa skipulagt stórfellt kókaínsmygl. Getty/Dmitriy Golubovich Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes, sem leikið hefur fimmtíu A-landsleiki fyrir Holland, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að kókaínsmygli. Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira