Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 11:31 Guðný Björk hefur mjög gaman að því að dressa sig upp fyrir fjölbreytt tilefni. SAMSETT Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Guðný Björk er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Áhrifin sem hún hefur á okkur og allt í kringum okkur, meðvituð og ómeðvituð. Það hvernig fólk klæðir sig skiptir svo svakalega miklu máli. Það hljómar yfirborðskennt en ég á alls ekki við það að fólk eigi að vera í einhverju nýju og flottu alla daga og vera vel tilhöfð sama hvert tilefnið er. Heldur á ég við að það hvernig manneskja klæðir sig getur haft svo mikil áhrif á umhverfi hennar og þar af leiðandi hverjum hún kynnist, hvert hún fer og svo framvegis. Því klæðaburður gefur oft til kynna hvernig týpur við erum og getur verið góð vísbending um hvað við fílum, hvað við gerum og hvernig persónuleika við höfum. Í nútíma samfélagi þar sem við erum svo mörg og allt gerist svo hratt eru fötin utan á okkur einn okkar stærsti tjáningarmáti. Guðný Björk segir að klæðaburður sé einn af okkar stærstu tjáningarmátum. Aðsend Orðatiltækið ekki dæma bók út frá kápunni hefur virkilega fallega og góða merkingu, en það er samt mjög oft hægt að dæma bók út frá kápunni og við gerum það ómeðvitað hvern einasta dag. Ekki á slæman hátt heldur er þetta okkur eðlislægt. Maður getur oft fengið hugmynd um hvernig manneskja er út frá stíl hennar og það stjórnar því oft hvort við viljum kynnast henni eða ekki. Svo fyrir mér er lífið nánast bara eins og einn stór búningaleikur ef maður hugsar út í það. Ég gæti klætt mig upp til þess að falla inn í hóp, hlutverk eða starf sem ég passa í raun ekkert inn, svo get ég klætt mig upp til að skera mig úr fjöldanum þegar ég vil. Ég get líka klætt mig upp á þann hátt að fólk ímyndi sér einhverja allt aðra týpu en ég er í raun og veru. Tískan gefur fólki tækifæri til þess að vera það sem það vill vera og það sem mér finnst skemmtilegast við hana er tjáningin, sameiningar mátturinn og fegurðin. Guðný Björk segir að lífið sé einn stór búningaleikur. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Græna Saks Potts settið mitt, sem er í raun tvær flíkur en það er ekkert annað sem kemur til greina. Ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt það í öllum litum. Ef ég væri ofurhetja væri þetta græna sett búningurinn minn! Ég eeeelska að vera í því, svo fallegt á litinn, svo þægilegt og það passar fullkomlega á mig og mína líkamstýpu. Ef ég er eitthvað lítil í mér og á erfitt með að velja outfit vita bestu vinir mínir allir hverju þeir eiga að stinga upp á og undantekningarlaust fer ég strax í gott skap og stuð um leið og ég er komin í settið. Nánast eins og ég sé að klæða mig í sjálfsöryggi. Svo á ég alveg endalaust af allt of góðum minningum í þessu setti en þær eru nánast bara efni í annað viðtal. Þegar það mun syngja sitt allra seinasta mun ég ramma það inn og hengja upp á vegg eins og treyjur hjá gömlum atvinnumanni í fótbolta. Græna Saks Potts settið hennar Guðnýjar er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er svolítið eins og algebru formúla sem stjórnast af nokkrum breytum: a = Í hvernig skapi ég er b = hvað ég er að fara gera og með hverjum c = hvort ég eigi ný föt sem ég er enn æst í að nota d = hvort ég sé búin að vera dugleg að þvo þvott í vikunni a 𑇐 b 𑇐 c 𑇐 d = hversu langan tíma það tekur mig að velja föt En oft er ég líka búin að hugsa og plana fram í tímann þá á formúlan minna við. Fyrir mikilvæg tilefni eða ákveðin þemu finnst mér mjög gaman að eyða tíma í að velja eða finna föt. Það hversu langan tíma Guðný Björk tekur við að hafa sig til stjórnast af nokkrum breytum og minnir hana á algebru formúlu.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með frekar glaðværan og litríkan stíl og líður oftast best í einhverju sem sýnir persónuleika eða sker sig aðeins úr. Ég er samt ekki gangandi regnbogi alla daga, en auðvitað kemur skær appelsínuguli glansandi kjólinn minn frekar upp í hugann en „venjulegu“ fötin sem ég var í alla vikuna. Appelsínuguli kjóllinn hennar Guðnýjar. Aðsend Ég klæði mig frekar fjölbreytt en stíllinn minn kemur oftast fram á einhvern hátt hvort sem það er í gegnum jogging galla, þröngan kjól, góðar gallabuxur, stóru úlpuna mína eða aukahlut þess vegna. Það eru ákveðin snið, litir, sett, ég elska allt sem kemur í settum, og merki sem ég veit að klæða mig vel og þannig smám saman ýkist stíllinn með árunum því nú veit ég betur hverju ég leita að. Ég þori að klæðast því sem ég vil og hugsa voða lítið um það hvað öðrum finnst. Fólk í kringum mig finnur það og ég fæ oft komment á borð við „Vá hvað þetta er Guðnýjar-legt“ eða „Vá hugsaði til þín, væri flott á þér“ og mér þykir svoooooo vænt um það. Það er svo geggjað hrós og skemmtilegt þegar fólk er farið að þekkja stílinn þinn og hugsa til þín þegar það á við. Guðný Björk er mikill stuðbolti með glaðværan stíl. Hún er sömuleiðis mjög öflug hlaupakona. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur í raun ekki breyst mikið í gegnum tíðina, eiginlega alveg skringilega lítið. Þegar ég var lítil voru uppáhalds flíkurnar mínar gull-stígvélin mín og glimmer buxurnar, sem enduðu glimmer lausar vegna notkunar. Núna sirka tuttugu árum seinna eru það silfur kúrekastígvélin mín og Diesel glimmerbuxurnar sem eru meðal annars í uppáhaldi. Ég hef alltaf klæðst því sem ég vil klæðast og verið mjög föst á því síðan ég man eftir mér. Ég gat grátið úr mér líftóruna og barist um þegar ég var neydd til að klæðast einhverju sem mér fannst ekki nógu flott og oftar en einu sinni þegar það dugði ekki til stalst ég með föt í skólann til þess að skipta um þar. Guðný Björk hefur alltaf haft sterkar skoðanir á því hverju hún klæðist. Aðsend En með aldrinum fékk maður frelsi og þar með þróast stíllinn að sjálfsögðu, það hefur hann gert í takt við mig. Sumt mun mér alltaf finnast jafn flott en það hafa komið misgóð tímabil inn á milli. Ég hef lært að klæða mig eftir því hvað fer mér vel og hvað lætur mér líða vel, sem er það sem mér finnst skipta mestu máli. Eftir því sem sjálfsmyndin verður skýrari verður stíllinn það líka. Vinkonur mínar og vinir eiga svo endalaust kredit skilið fyrir innblástur, ráð og hrós. Þökk sé þeim er ég óhrædd að taka áhættu og vera áberandi. Svo hef alltaf verið mjög dugleg að lána föt og fá lánað hjá öðrum og eins og uppáhalds orðatiltækið mitt segir „Your network is your net-worth“. Það hefur stækkað fataskápinn heilan helling í gegnum tíðina að eiga svona mikið af smart vinum. „Your network is your net-worth“ segir Guðný Björk sem elskar að geta skipst á fötum við vini sína. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ó já, alveg síðan ég man eftir mér. Ég gat eytt tímunum saman inni í fataskáp hjá ömmu að máta sömu hlutina í kolvitlausum stærðum og fannst það alltaf jafn geggjað. Þannig líður mér enn í dag, í mínum fataskáp og réttum stærðum. Ég reyni að búa til eins mörg tilefni og ég get til þess að klæða mig upp og ég nýti nú þegar öll ómerkileg tilefni líka. Seinustu bolludaga hef ég til dæmis verið í kjól, seinasta Super Bowl í ekta amerískum klappstýrubúning og á Pride er ÖLLU skartað. Mér finnst það hafa svo mikil áhrif á stemninguna hvernig maður klæðir sig upp og það kryddar upp á tilveruna! Guðný Björk í Ofurskálar klappstýrubúningnum. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblásturinn minn voða mikið frá ákveðnum aðilum sem ég fylgist með á Instagram og á netinu almennt. Svo hafa vinkonur mínar og vinir veitt mér alveg endalausan innblástur og ég dýrka hvað við getum mörg verið með ótrúlega ólíkan stíl. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn þá var nóg að fara í göngutúr til þess að fá innblástur frá öðrum. Þar er svo mikið af fólki með sinn einstaka stíl, algjörlega óhrætt við að klæðast hverju sem er og ég dýrka það! Það þarf alls ekki að vera eitthvað sem mér finnst svaka flott, heldur heillast ég einfaldlega af því þegar fólk sker sig úr fjöldanum og hefur metnað fyrir því. Mér finnst það sýna ákveðna sjálfsást, þér þykir nógu vænt um sjálfan þig til að hafa þig til og líta vel út og klæðast því sem þú fílar og líður vel í. Guðný Björk elskaði götutískuna í Kaupmannahöfn. Hér rokkar hún appelsínugul Gucci gleraugu í stíl við leðurdress. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mitt helsta boð er að fara í það sem lætur mér líða vel, ekki fara út í einhverju bara af því að það er flott. Ef mér líður ekki vel í því þá skiptir engu máli hversu flott það er því að útgeislun er númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að útgeislun sé einmitt ástæðan fyrir því að sumir einstaklingar geta einhvern vegin púllað hvað sem er. Mér detta ekki mörg bönn í hug, eitt sem ég hef samt verið að æfa mig í núna er að spara ekki fötin mín. Áður fyrr var ég oft að spara eitthvað og reyna að nota það ekki fyrir hvaða tilefni sem er eða nota það ekki of oft en núna hugsa ég frekar að lífið sé of stutt svo ég nota fötin sem ég elska eins og ég vil. Guðný Björk segir að lífið sé of stutt til þess að spara fötin sín. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er virkilega erfitt að velja á milli en ég held að ég verði að segja bleiki pelsinn minn. Hann er svo áberandi og skemmtilegur og ef ég vil að fólk taki eftir mér eða muni eftir mér er alltaf sniðugt að fara í hann. Ég hef fengið endalaus hrós fyrir hann og var farin að lána hann stundum ef einhver vinkona mín var óörugg eða lítil í sér því ég get LOFAÐ því að einhver mun alltaf stoppa mann og hrósa eða spjalla. Ekki hvaða karakter sem er myndi klæðast honum og það er einmitt þess vegna sem ég held að fólk eigi svona auðvelt með að nálgast mann í honum því það skynjar það. Ein af ástæðunum fyrir að ég elska að klæða mig ýkt er einmitt sú að mér finnst eins og ég sé aðgengilegri fyrir öðrum, fleira fólk spjallar við mann eða brosir til manns það er eins og maður hafi einhverja „bjóðandi“ orku. Bleiki pelsinn umræddi sem er mikill gleðigjafi. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mér dettur eitt mjög gott ráð í hug sem ég fékk frá fyrrverandi herbergisfélaga mínum Silas í eitt skiptið sem hann stóð yfir mér og neyddi mig til að losa mig við eitthvað af mínum ótal flíkum sem ég notaði aldrei. Hann var að segja mér frá því hvernig stíllinn hans hefði batnað til muna við það að losa sig við föt. Því minna sem hann ætti af fötum því betri hefði stíllinn hans orðið. Hann vildi meina að þá ætti hann bara góðar flíkur eftir. Hann væri þá fljótari að velja föt og það væri nánast ómögulegt að velja illa þar sem eftirstandandi flíkur voru allar eitthvað sem hann gæti ekki ímyndað sér að losa sig við. Svolítið mínimalísk pæling og það er einmitt það sem ég er að reyna varðandi fatasóun og þess háttar. Ég vil bara eiga föt sem ég ELSKA og vil nota sem mest, annað er óþarfi og það getur jafnvel verið kvíðavaldandi að eiga of mikið af fötum, sérstaklega ef maður er gjarn á að týna þeim alls staðar eins og ég. Svo ráð mitt er ekki eiga of mikið af fötum! Guðný Björk mælir með því að eiga ekki of mikið af fötum. Aðsend Hér má fylgjast með Guðnýju Björk á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Guðný Björk er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Áhrifin sem hún hefur á okkur og allt í kringum okkur, meðvituð og ómeðvituð. Það hvernig fólk klæðir sig skiptir svo svakalega miklu máli. Það hljómar yfirborðskennt en ég á alls ekki við það að fólk eigi að vera í einhverju nýju og flottu alla daga og vera vel tilhöfð sama hvert tilefnið er. Heldur á ég við að það hvernig manneskja klæðir sig getur haft svo mikil áhrif á umhverfi hennar og þar af leiðandi hverjum hún kynnist, hvert hún fer og svo framvegis. Því klæðaburður gefur oft til kynna hvernig týpur við erum og getur verið góð vísbending um hvað við fílum, hvað við gerum og hvernig persónuleika við höfum. Í nútíma samfélagi þar sem við erum svo mörg og allt gerist svo hratt eru fötin utan á okkur einn okkar stærsti tjáningarmáti. Guðný Björk segir að klæðaburður sé einn af okkar stærstu tjáningarmátum. Aðsend Orðatiltækið ekki dæma bók út frá kápunni hefur virkilega fallega og góða merkingu, en það er samt mjög oft hægt að dæma bók út frá kápunni og við gerum það ómeðvitað hvern einasta dag. Ekki á slæman hátt heldur er þetta okkur eðlislægt. Maður getur oft fengið hugmynd um hvernig manneskja er út frá stíl hennar og það stjórnar því oft hvort við viljum kynnast henni eða ekki. Svo fyrir mér er lífið nánast bara eins og einn stór búningaleikur ef maður hugsar út í það. Ég gæti klætt mig upp til þess að falla inn í hóp, hlutverk eða starf sem ég passa í raun ekkert inn, svo get ég klætt mig upp til að skera mig úr fjöldanum þegar ég vil. Ég get líka klætt mig upp á þann hátt að fólk ímyndi sér einhverja allt aðra týpu en ég er í raun og veru. Tískan gefur fólki tækifæri til þess að vera það sem það vill vera og það sem mér finnst skemmtilegast við hana er tjáningin, sameiningar mátturinn og fegurðin. Guðný Björk segir að lífið sé einn stór búningaleikur. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Græna Saks Potts settið mitt, sem er í raun tvær flíkur en það er ekkert annað sem kemur til greina. Ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt það í öllum litum. Ef ég væri ofurhetja væri þetta græna sett búningurinn minn! Ég eeeelska að vera í því, svo fallegt á litinn, svo þægilegt og það passar fullkomlega á mig og mína líkamstýpu. Ef ég er eitthvað lítil í mér og á erfitt með að velja outfit vita bestu vinir mínir allir hverju þeir eiga að stinga upp á og undantekningarlaust fer ég strax í gott skap og stuð um leið og ég er komin í settið. Nánast eins og ég sé að klæða mig í sjálfsöryggi. Svo á ég alveg endalaust af allt of góðum minningum í þessu setti en þær eru nánast bara efni í annað viðtal. Þegar það mun syngja sitt allra seinasta mun ég ramma það inn og hengja upp á vegg eins og treyjur hjá gömlum atvinnumanni í fótbolta. Græna Saks Potts settið hennar Guðnýjar er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er svolítið eins og algebru formúla sem stjórnast af nokkrum breytum: a = Í hvernig skapi ég er b = hvað ég er að fara gera og með hverjum c = hvort ég eigi ný föt sem ég er enn æst í að nota d = hvort ég sé búin að vera dugleg að þvo þvott í vikunni a 𑇐 b 𑇐 c 𑇐 d = hversu langan tíma það tekur mig að velja föt En oft er ég líka búin að hugsa og plana fram í tímann þá á formúlan minna við. Fyrir mikilvæg tilefni eða ákveðin þemu finnst mér mjög gaman að eyða tíma í að velja eða finna föt. Það hversu langan tíma Guðný Björk tekur við að hafa sig til stjórnast af nokkrum breytum og minnir hana á algebru formúlu.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með frekar glaðværan og litríkan stíl og líður oftast best í einhverju sem sýnir persónuleika eða sker sig aðeins úr. Ég er samt ekki gangandi regnbogi alla daga, en auðvitað kemur skær appelsínuguli glansandi kjólinn minn frekar upp í hugann en „venjulegu“ fötin sem ég var í alla vikuna. Appelsínuguli kjóllinn hennar Guðnýjar. Aðsend Ég klæði mig frekar fjölbreytt en stíllinn minn kemur oftast fram á einhvern hátt hvort sem það er í gegnum jogging galla, þröngan kjól, góðar gallabuxur, stóru úlpuna mína eða aukahlut þess vegna. Það eru ákveðin snið, litir, sett, ég elska allt sem kemur í settum, og merki sem ég veit að klæða mig vel og þannig smám saman ýkist stíllinn með árunum því nú veit ég betur hverju ég leita að. Ég þori að klæðast því sem ég vil og hugsa voða lítið um það hvað öðrum finnst. Fólk í kringum mig finnur það og ég fæ oft komment á borð við „Vá hvað þetta er Guðnýjar-legt“ eða „Vá hugsaði til þín, væri flott á þér“ og mér þykir svoooooo vænt um það. Það er svo geggjað hrós og skemmtilegt þegar fólk er farið að þekkja stílinn þinn og hugsa til þín þegar það á við. Guðný Björk er mikill stuðbolti með glaðværan stíl. Hún er sömuleiðis mjög öflug hlaupakona. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur í raun ekki breyst mikið í gegnum tíðina, eiginlega alveg skringilega lítið. Þegar ég var lítil voru uppáhalds flíkurnar mínar gull-stígvélin mín og glimmer buxurnar, sem enduðu glimmer lausar vegna notkunar. Núna sirka tuttugu árum seinna eru það silfur kúrekastígvélin mín og Diesel glimmerbuxurnar sem eru meðal annars í uppáhaldi. Ég hef alltaf klæðst því sem ég vil klæðast og verið mjög föst á því síðan ég man eftir mér. Ég gat grátið úr mér líftóruna og barist um þegar ég var neydd til að klæðast einhverju sem mér fannst ekki nógu flott og oftar en einu sinni þegar það dugði ekki til stalst ég með föt í skólann til þess að skipta um þar. Guðný Björk hefur alltaf haft sterkar skoðanir á því hverju hún klæðist. Aðsend En með aldrinum fékk maður frelsi og þar með þróast stíllinn að sjálfsögðu, það hefur hann gert í takt við mig. Sumt mun mér alltaf finnast jafn flott en það hafa komið misgóð tímabil inn á milli. Ég hef lært að klæða mig eftir því hvað fer mér vel og hvað lætur mér líða vel, sem er það sem mér finnst skipta mestu máli. Eftir því sem sjálfsmyndin verður skýrari verður stíllinn það líka. Vinkonur mínar og vinir eiga svo endalaust kredit skilið fyrir innblástur, ráð og hrós. Þökk sé þeim er ég óhrædd að taka áhættu og vera áberandi. Svo hef alltaf verið mjög dugleg að lána föt og fá lánað hjá öðrum og eins og uppáhalds orðatiltækið mitt segir „Your network is your net-worth“. Það hefur stækkað fataskápinn heilan helling í gegnum tíðina að eiga svona mikið af smart vinum. „Your network is your net-worth“ segir Guðný Björk sem elskar að geta skipst á fötum við vini sína. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ó já, alveg síðan ég man eftir mér. Ég gat eytt tímunum saman inni í fataskáp hjá ömmu að máta sömu hlutina í kolvitlausum stærðum og fannst það alltaf jafn geggjað. Þannig líður mér enn í dag, í mínum fataskáp og réttum stærðum. Ég reyni að búa til eins mörg tilefni og ég get til þess að klæða mig upp og ég nýti nú þegar öll ómerkileg tilefni líka. Seinustu bolludaga hef ég til dæmis verið í kjól, seinasta Super Bowl í ekta amerískum klappstýrubúning og á Pride er ÖLLU skartað. Mér finnst það hafa svo mikil áhrif á stemninguna hvernig maður klæðir sig upp og það kryddar upp á tilveruna! Guðný Björk í Ofurskálar klappstýrubúningnum. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblásturinn minn voða mikið frá ákveðnum aðilum sem ég fylgist með á Instagram og á netinu almennt. Svo hafa vinkonur mínar og vinir veitt mér alveg endalausan innblástur og ég dýrka hvað við getum mörg verið með ótrúlega ólíkan stíl. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn þá var nóg að fara í göngutúr til þess að fá innblástur frá öðrum. Þar er svo mikið af fólki með sinn einstaka stíl, algjörlega óhrætt við að klæðast hverju sem er og ég dýrka það! Það þarf alls ekki að vera eitthvað sem mér finnst svaka flott, heldur heillast ég einfaldlega af því þegar fólk sker sig úr fjöldanum og hefur metnað fyrir því. Mér finnst það sýna ákveðna sjálfsást, þér þykir nógu vænt um sjálfan þig til að hafa þig til og líta vel út og klæðast því sem þú fílar og líður vel í. Guðný Björk elskaði götutískuna í Kaupmannahöfn. Hér rokkar hún appelsínugul Gucci gleraugu í stíl við leðurdress. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mitt helsta boð er að fara í það sem lætur mér líða vel, ekki fara út í einhverju bara af því að það er flott. Ef mér líður ekki vel í því þá skiptir engu máli hversu flott það er því að útgeislun er númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að útgeislun sé einmitt ástæðan fyrir því að sumir einstaklingar geta einhvern vegin púllað hvað sem er. Mér detta ekki mörg bönn í hug, eitt sem ég hef samt verið að æfa mig í núna er að spara ekki fötin mín. Áður fyrr var ég oft að spara eitthvað og reyna að nota það ekki fyrir hvaða tilefni sem er eða nota það ekki of oft en núna hugsa ég frekar að lífið sé of stutt svo ég nota fötin sem ég elska eins og ég vil. Guðný Björk segir að lífið sé of stutt til þess að spara fötin sín. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er virkilega erfitt að velja á milli en ég held að ég verði að segja bleiki pelsinn minn. Hann er svo áberandi og skemmtilegur og ef ég vil að fólk taki eftir mér eða muni eftir mér er alltaf sniðugt að fara í hann. Ég hef fengið endalaus hrós fyrir hann og var farin að lána hann stundum ef einhver vinkona mín var óörugg eða lítil í sér því ég get LOFAÐ því að einhver mun alltaf stoppa mann og hrósa eða spjalla. Ekki hvaða karakter sem er myndi klæðast honum og það er einmitt þess vegna sem ég held að fólk eigi svona auðvelt með að nálgast mann í honum því það skynjar það. Ein af ástæðunum fyrir að ég elska að klæða mig ýkt er einmitt sú að mér finnst eins og ég sé aðgengilegri fyrir öðrum, fleira fólk spjallar við mann eða brosir til manns það er eins og maður hafi einhverja „bjóðandi“ orku. Bleiki pelsinn umræddi sem er mikill gleðigjafi. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mér dettur eitt mjög gott ráð í hug sem ég fékk frá fyrrverandi herbergisfélaga mínum Silas í eitt skiptið sem hann stóð yfir mér og neyddi mig til að losa mig við eitthvað af mínum ótal flíkum sem ég notaði aldrei. Hann var að segja mér frá því hvernig stíllinn hans hefði batnað til muna við það að losa sig við föt. Því minna sem hann ætti af fötum því betri hefði stíllinn hans orðið. Hann vildi meina að þá ætti hann bara góðar flíkur eftir. Hann væri þá fljótari að velja föt og það væri nánast ómögulegt að velja illa þar sem eftirstandandi flíkur voru allar eitthvað sem hann gæti ekki ímyndað sér að losa sig við. Svolítið mínimalísk pæling og það er einmitt það sem ég er að reyna varðandi fatasóun og þess háttar. Ég vil bara eiga föt sem ég ELSKA og vil nota sem mest, annað er óþarfi og það getur jafnvel verið kvíðavaldandi að eiga of mikið af fötum, sérstaklega ef maður er gjarn á að týna þeim alls staðar eins og ég. Svo ráð mitt er ekki eiga of mikið af fötum! Guðný Björk mælir með því að eiga ekki of mikið af fötum. Aðsend Hér má fylgjast með Guðnýju Björk á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira