Viðskipti innlent

Einar Oddur og Unn­steinn til Lög­máls

Jón Þór Stefánsson skrifar
Einar Oddur Sigurðsson og Unnsteinn Örn Elvarsson fara til Lögmáls sem hefur verið starfandi frá 1987.
Einar Oddur Sigurðsson og Unnsteinn Örn Elvarsson fara til Lögmáls sem hefur verið starfandi frá 1987.

Lögmennirnir Einar Oddur Sigurðsson og Unnsteinn Örn Elvarsson hafa bæst í hóp eigenda lögmannsstofunnar Lögmáls. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Einar og Unnsteinna hafa um árabil rekið lögmannsstofu saman sem nú hefur verið sameinuð rekstri Lögmáls. 

Í tilkynningu segir að þeir hafi meðal annars unnið að málum á sviði fjármuna- og kröfuréttar, upplýsingatækniréttar, rekstri sakamála, skiptaréttar, skaðabótaréttar, orku- og auðlinda málum, samskiptum við stjórnvöld, samningagerð og málflutningi.

Unnsteinn er með B.A. og meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og LL.M. próf frá Háskólanum í Stokkhólmi. Unnsteinn er með réttindi til að reka mál fyrir Hæstarétti. Einar Oddur er með B.A. og meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum.

Lögmannsstofan Lögmál var stofnuð í ársbyrjun 1987, en þar starfa í dag átta manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×