Harry Kane einu skrefi nær því óhugsandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þetta var vægast sagt vandræðaleg vika fyrir Harry Kane og félaga í Bayern München. APMartin Meissner) Harry Kane vildi komast til liðs til að vinna loksins titla. Hann valdi þýsku meistarana í Bayern München og allir héldu að langþráður titill væri um leið kominn í höfn. Annað hefur komið á daginn. Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Þýski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Þýski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira