Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 68-69 | Njarðvík stöðvaði sigurgöngu meistaranna Arnar Skúli Atlason skrifar 15. febrúar 2024 18:31 Stjarnan - Tindastóll Subway deild karla vor 2024 vísir/Diego Það voru Njarðvíkingar sem heimsóttu Tindastól í kvöld í Subway deild karla á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll hafði fyrir leikinn í kvöld unnið seinustu tvo leiki en Njarðvík fengu skell á móti Grindavík í seinasta leik sínum. Leikurinn hófst á að liðin skiptust á að skora Chaz Williams og Þorvaldur Árnason leiddu Njarðvíkinga áfram en Davis Geks hélt Tindastól á floti með hjálp frá Callum Lawson. En leikurinn var hraður og mikið af opnum skotum sem fóru í vaskinn. Tindastóll leiddu að fyrsta leikhluta loknum 18-16. Annar leikhlutinn sem og sá fyrri var jafn og skemmtilegur, varnirnar hertust og liðinu áttu erfitt með að koma boltanum ofaní körfuna, Adomas Drungilas vaknaði í liði Tindastóls og fór að setja stig á Njarðvík og Dwayne Lautier-Ogunleye virtist geta komið boltanum í körfuna í leikhlutanum þegar hann vildi en hann skoraði 10 stig í honum. Þrátt fyrir mikla hörku í leikhlutanum fengu Njarðvík einungis 4 villur á sig í öllum fyrri hálfleik en dómarar leiksins leyfðu leiknum að fljóta vel í kvöld. Eftir annan leikhluta leiddu Njarðvík með einu stigi. Sama var uppá teningnum í þriðja leikhluta, liðið skiptust á að skora og virtust alltaf geta svarað hinu liðinu og munurinn var aldrei meira en 5 stig, varnirnar voru harðar og áttu liðin ekki góða skotleiki. En sem áður var leikurinn jafn og fyrir seinasta leikhlutann var allt jafnt. Fjórði leikhlutinn hófst eins og hinir leikhlutarnir, allt í járnum en um miðjan fjórðunginn datt Keyshawn Woods í gírinn og kom Tindastól í 5 stiga mun, 66-61, en þá skelltu Njarðvík í lás og skoruðu næstu 8 stig og breyttu leiknum, Domynikas Milka sem var búinn að vera rólegur framan af setti mikilvægar körfur, Keyshawn Woods minnkaði muninn niður í 1 stig og Tindastóll átti seinasta skot leiksins en það fór í vaskinn og Njarðvík sótti sterkan sigur á krókinn í kvöld 68-69 i rosalegum leik hérna í kvöld. Af hverju vann Njarðvík? Stoppuðu Stólana á réttum tíma og 8-0 sprettur í lokinn hjálpaði. Frábær varnarleikur og halda Tindastól í 68 stigum Hverjir stóðu upp úr? Leikmenn beggja liða fá gott credit í kvöld og leikmenn beggja liða voru frábærir þá sérstaklega á varnarhelming. Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að setja stig seinustu 4 mínúturnar í leiknum, það er ekki í fyrsta sinn í vetur vonadni að þeir finni lausn á því. Bæði lið hittu ekki á frábæraskotleiki en þetta var geggjaður leikur. Hvað gerist næst? Næstu leikir eru eftir þrjár vikur, Tindastóll fer í heimsókn á Ásvelli en Njarðvík fer í Þorlákshöfn og tekur á móti Þór. Pavel: Ekki bara við sem vorum að klikka Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tap í síkinu í kvöld í hörku leik, fyrstu viðbrögð? „Fyrstu viðbrögð, hver heldur þú að fyrstu viðbrögð séu, ekki góð, mikilvægur leikur fyrir okkur og hörkuleikur það er rétt hjá þér, hörkuleikur og liðin börðust vel, ánægður með að við séum að berjast en leiðinlegt að ná að ekki að kreista út sigur það eru tilfinningarnar núna.“ „Vörn Njarðvíkinga var goð í kvöld ekki bara við sem vorum að klikka, við tökum það sem hitt liðið gefur okkur reyna að gera hinum erfitt fyrir svona er þetta á þessum tímapunkti allt er erfitt, ég er ánægður með það að við séum að spila þetta svona stundum tapar þú og stundum vinnur þú, því miður erum við búinn að setja okkur í stöðum að við getum ekki tapað alltof mikið, það staðan hjá okkur, á öðrum tímapunkti hefði verið allt í lagi að tapa svona leik, Njarðvík spilaði virkilega vel í kvöld, þetta svíður en á sama tíma þarf að taka eitthvað gott út úr þessu.“ Benedikt: Benedikt Guðmundsson er illur á svip í leikhléi Njarðvíku.vísir / pawel Frábær sigur í síkinu í kvöld, hver eru þín fyrstu viðbrögð ? „Ofboðslega ánægður með hvernig strákarnir brugðust við síðasta tapi, við töpuðum illa seinast þegar við spiluðum fyrir tveimur vikum og ég óskaði eftir frammistöðu og orku og baráttu og ég fékk allt sem ég bað um og það var bónus að fá stiginn 2 líka.“„Orkustigið var ofboðslega gott, við mættum náttúrulega ekki til leiks í seinasta leik og við vorum ekkert alltaf eitthvað að taka réttar ákvarðanir eða eitthvað svoleiðis, margir klaufalegir boltar en við náðum svona með varnarleik og hjarta í varnarleikinn og sigra stólana hérna, ég er ánægður með það, en fullt af vitleysum sem við gerðum hérna sem við lögðum ekki upp með að gera.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Það voru Njarðvíkingar sem heimsóttu Tindastól í kvöld í Subway deild karla á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll hafði fyrir leikinn í kvöld unnið seinustu tvo leiki en Njarðvík fengu skell á móti Grindavík í seinasta leik sínum. Leikurinn hófst á að liðin skiptust á að skora Chaz Williams og Þorvaldur Árnason leiddu Njarðvíkinga áfram en Davis Geks hélt Tindastól á floti með hjálp frá Callum Lawson. En leikurinn var hraður og mikið af opnum skotum sem fóru í vaskinn. Tindastóll leiddu að fyrsta leikhluta loknum 18-16. Annar leikhlutinn sem og sá fyrri var jafn og skemmtilegur, varnirnar hertust og liðinu áttu erfitt með að koma boltanum ofaní körfuna, Adomas Drungilas vaknaði í liði Tindastóls og fór að setja stig á Njarðvík og Dwayne Lautier-Ogunleye virtist geta komið boltanum í körfuna í leikhlutanum þegar hann vildi en hann skoraði 10 stig í honum. Þrátt fyrir mikla hörku í leikhlutanum fengu Njarðvík einungis 4 villur á sig í öllum fyrri hálfleik en dómarar leiksins leyfðu leiknum að fljóta vel í kvöld. Eftir annan leikhluta leiddu Njarðvík með einu stigi. Sama var uppá teningnum í þriðja leikhluta, liðið skiptust á að skora og virtust alltaf geta svarað hinu liðinu og munurinn var aldrei meira en 5 stig, varnirnar voru harðar og áttu liðin ekki góða skotleiki. En sem áður var leikurinn jafn og fyrir seinasta leikhlutann var allt jafnt. Fjórði leikhlutinn hófst eins og hinir leikhlutarnir, allt í járnum en um miðjan fjórðunginn datt Keyshawn Woods í gírinn og kom Tindastól í 5 stiga mun, 66-61, en þá skelltu Njarðvík í lás og skoruðu næstu 8 stig og breyttu leiknum, Domynikas Milka sem var búinn að vera rólegur framan af setti mikilvægar körfur, Keyshawn Woods minnkaði muninn niður í 1 stig og Tindastóll átti seinasta skot leiksins en það fór í vaskinn og Njarðvík sótti sterkan sigur á krókinn í kvöld 68-69 i rosalegum leik hérna í kvöld. Af hverju vann Njarðvík? Stoppuðu Stólana á réttum tíma og 8-0 sprettur í lokinn hjálpaði. Frábær varnarleikur og halda Tindastól í 68 stigum Hverjir stóðu upp úr? Leikmenn beggja liða fá gott credit í kvöld og leikmenn beggja liða voru frábærir þá sérstaklega á varnarhelming. Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að setja stig seinustu 4 mínúturnar í leiknum, það er ekki í fyrsta sinn í vetur vonadni að þeir finni lausn á því. Bæði lið hittu ekki á frábæraskotleiki en þetta var geggjaður leikur. Hvað gerist næst? Næstu leikir eru eftir þrjár vikur, Tindastóll fer í heimsókn á Ásvelli en Njarðvík fer í Þorlákshöfn og tekur á móti Þór. Pavel: Ekki bara við sem vorum að klikka Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tap í síkinu í kvöld í hörku leik, fyrstu viðbrögð? „Fyrstu viðbrögð, hver heldur þú að fyrstu viðbrögð séu, ekki góð, mikilvægur leikur fyrir okkur og hörkuleikur það er rétt hjá þér, hörkuleikur og liðin börðust vel, ánægður með að við séum að berjast en leiðinlegt að ná að ekki að kreista út sigur það eru tilfinningarnar núna.“ „Vörn Njarðvíkinga var goð í kvöld ekki bara við sem vorum að klikka, við tökum það sem hitt liðið gefur okkur reyna að gera hinum erfitt fyrir svona er þetta á þessum tímapunkti allt er erfitt, ég er ánægður með það að við séum að spila þetta svona stundum tapar þú og stundum vinnur þú, því miður erum við búinn að setja okkur í stöðum að við getum ekki tapað alltof mikið, það staðan hjá okkur, á öðrum tímapunkti hefði verið allt í lagi að tapa svona leik, Njarðvík spilaði virkilega vel í kvöld, þetta svíður en á sama tíma þarf að taka eitthvað gott út úr þessu.“ Benedikt: Benedikt Guðmundsson er illur á svip í leikhléi Njarðvíku.vísir / pawel Frábær sigur í síkinu í kvöld, hver eru þín fyrstu viðbrögð ? „Ofboðslega ánægður með hvernig strákarnir brugðust við síðasta tapi, við töpuðum illa seinast þegar við spiluðum fyrir tveimur vikum og ég óskaði eftir frammistöðu og orku og baráttu og ég fékk allt sem ég bað um og það var bónus að fá stiginn 2 líka.“„Orkustigið var ofboðslega gott, við mættum náttúrulega ekki til leiks í seinasta leik og við vorum ekkert alltaf eitthvað að taka réttar ákvarðanir eða eitthvað svoleiðis, margir klaufalegir boltar en við náðum svona með varnarleik og hjarta í varnarleikinn og sigra stólana hérna, ég er ánægður með það, en fullt af vitleysum sem við gerðum hérna sem við lögðum ekki upp með að gera.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum