Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2024 14:55 Leið flugvélarinnar frá Amsterdam til Los Angeles í gegnum lofthelgi Íslands. Airnav.radarbox Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu. Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu.
Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira