„Mamma, við skulum fara til Bandaríkjanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 10:30 Emma Hayes fagnar hér einum af mörgum titlum sínum með Chelsea með syni sínum. Getty/Justin Setterfield/ Fimm ára sonur Emmu Hayes átti mikinn þátt í því að hún tók risaákvörðun varðandi þjálfaraferil sinn. Hayes hefur verið knattspyrnustýra Chelsea frá árinu 2012 og á þeim tíma hefur hún gert Chelsea liðið að besta liði Englands. Undir hennar stjórn hefur Chelsea unnið fimmtán titla þar af enska meistaratitilinn sex sinnum og enska bikarinn fimm sinnum. Emma Hayes: I asked him, Mummy s got the chance to go and coach the USA team or we can stay here? I didn t know what he was going to say, but he smiled, he hugged me, he kissed me and he said, Let s go to the USA, Mummy, I m really excited, I want to go to the USA! and I pic.twitter.com/wGxcCxL5Tq— Fanzine WSL (@FanzineWSL) February 15, 2024 Á dögunum tók hún þá ákvörðun að hætta með Chelsea liðið eftir tólf ára starf en taka í staðinn við bandaríska landsliðinu. Áður en hún tók þessa ákvörðun þá vildi hún heyra hvað fimm ára sonur hennar myndi segja við því að flytja yfir Atlantshafið. „Ég spurði hann: Mamma hefur fengið tækifæri til að fara til Bandaríkjanna og þjálfa bandaríska landsliðið. Á ég að taka þessu tilboði eða vera áfram hér? Ég vissi ekki hverju hann myndi svara,“ sagði Emma Hayes í viðtali við Telegraph. „Hann brosti til mín, faðmaði mig, kyssti mig og sagði svo: Mamma, við skulum fara til Bandaríkjanna. Ég er mjög spenntur og ég vil fara til Bandaríkjanna,“ sagði Hayes. „Ég trúði þessu varla. Þar með var þetta ákveðið og þetta var sú hvatning sem ég þurfti á að halda,“ sagði Hayes. Strákurinn hennar var tvíburi en Hayes missti annað fóstrið á 28 viku meðgöngunnar. Hún eignaðist hann 17. maí 2018. Bandaríska landsliðið ollið gríðarlegum vonbrigðum á HM í fyrra þar sem liðið datt óvænt út í sextán liða úrslitum. Liðið er á leiðinni á Ólympíuleikana í París í sumar sem verður fyrsta verkefni Hayes. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Hayes hefur verið knattspyrnustýra Chelsea frá árinu 2012 og á þeim tíma hefur hún gert Chelsea liðið að besta liði Englands. Undir hennar stjórn hefur Chelsea unnið fimmtán titla þar af enska meistaratitilinn sex sinnum og enska bikarinn fimm sinnum. Emma Hayes: I asked him, Mummy s got the chance to go and coach the USA team or we can stay here? I didn t know what he was going to say, but he smiled, he hugged me, he kissed me and he said, Let s go to the USA, Mummy, I m really excited, I want to go to the USA! and I pic.twitter.com/wGxcCxL5Tq— Fanzine WSL (@FanzineWSL) February 15, 2024 Á dögunum tók hún þá ákvörðun að hætta með Chelsea liðið eftir tólf ára starf en taka í staðinn við bandaríska landsliðinu. Áður en hún tók þessa ákvörðun þá vildi hún heyra hvað fimm ára sonur hennar myndi segja við því að flytja yfir Atlantshafið. „Ég spurði hann: Mamma hefur fengið tækifæri til að fara til Bandaríkjanna og þjálfa bandaríska landsliðið. Á ég að taka þessu tilboði eða vera áfram hér? Ég vissi ekki hverju hann myndi svara,“ sagði Emma Hayes í viðtali við Telegraph. „Hann brosti til mín, faðmaði mig, kyssti mig og sagði svo: Mamma, við skulum fara til Bandaríkjanna. Ég er mjög spenntur og ég vil fara til Bandaríkjanna,“ sagði Hayes. „Ég trúði þessu varla. Þar með var þetta ákveðið og þetta var sú hvatning sem ég þurfti á að halda,“ sagði Hayes. Strákurinn hennar var tvíburi en Hayes missti annað fóstrið á 28 viku meðgöngunnar. Hún eignaðist hann 17. maí 2018. Bandaríska landsliðið ollið gríðarlegum vonbrigðum á HM í fyrra þar sem liðið datt óvænt út í sextán liða úrslitum. Liðið er á leiðinni á Ólympíuleikana í París í sumar sem verður fyrsta verkefni Hayes. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira