Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:33 Eiginkona Assange segir hann hafa verið veikan um jólin en heilsa hans hefur verið afar tæp síðustu ár. Stella Assange segir eiginmanni sínum hafa hrakað, bæði andlega og líkamlega og líf hans sé í stöðugri hættu. Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum. Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum.
Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33