Mátti kenna Leoncie við nektardans Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:27 Leoncie fær ekki krónu frá Helga Jónssyni. Aðsend Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær. Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Helga af öllum kröfum Leoncie. Það var helst gert á þeim grundvelli að tjáning sem um var deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi Helga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún þarf aftur á móti að greiða Helga málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við þær 1,4 milljónir sem hún þurfti að greiða í málskostnað í héraði. Dómsmál Tónlist Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Helga af öllum kröfum Leoncie. Það var helst gert á þeim grundvelli að tjáning sem um var deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi Helga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún þarf aftur á móti að greiða Helga málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við þær 1,4 milljónir sem hún þurfti að greiða í málskostnað í héraði.
1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“
Dómsmál Tónlist Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07