Skoðun

Við viljum öll vernda náttúru Ís­lands

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar

Náttúran er undirstaða lífs okkar allra. Mikilvægi hennar er meira en flest okkar grunar. Í náttúru finnum við hugarró, kyrrð og endurnærumst. Náttúran verndar lífbreytileika, bindur kolefni og er búsvæði villtra dýra. Við á Íslandi erum gífurlega heppin að hafa greitt aðgengi að fallegri náttúru, ósnortnum landsvæðum og óbyggðum.

Að elska náttúruna

Um helgina sátu saman yfir 100 einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að elska náttúruna. Ég spurði þau hvað þeim þætti mikilvægast að vernda og svörin voru gífurlega fjölbreytt og ómögulegt að velja á milli þeirra. Ég tók út stikkorð og prófaði að setja saman.

Hvað er mikilvægast að vernda?

 

Hálendið, heilsu, náttúru

lífbreytileika og hafið

 

Votlendin, vistkerfin, víðernin

gagnrýna hugsun og gróður

 

Jarðveginn, jökla, fjörur

framtíðina, fossa og ást

 

Samtakamáttinn, öræfakyrrð

óspillta náttúru og þögn

 

Villt dýr, velsældarsamfélag

borgarnáttúru og plöntur

 

Þjórsárver, náttúruvitund

móa, menntun og mold

 

Laxastofninn, loftslagið

landslagsheildir og von

 

Arf þjóðarinnar

Höfundur er fræðslustjóri Landverndar.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×