Erlent

Boraði í nefið og nuddaði puttanum í pizzadeigið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Omer Taha Cetin/Getty Images

Forsvarsmenn Domino's pizzakeðjunnar í Japan hafa beðist afsökunar vegna starfsmanns sem boraði í nefið og nuddaði svo puttanum í pizzadeigið.

Fram kemur í umfjöllun Sky fréttastofunnar um málið að myndband af athæfinu hafi vakið mikla athygli. Myndbandinu var hlaðið upp á japanska spjallvefinn Bakusai.

Örfáum klukkustundum síðan báðust forsvarsmenn keðjunnar afsökunar á samfélagsmiðlum. Veitingastaðurinn er í Amagasaki borg og var honum lokað í kjölfarið og starfsmenn beittir viðurlögum samkvæmt stefnu fyrirtækisins, að því er segir í frétt Sky.

Fleiri dæmi

Þess er getið í frétt miðilsins að önnur myndbönd í svipuðum stíl hafi reynst afar vinsæl í Japan að undanförnu. Þannig hafa birst fjöldi myndbanda þar sem má sjá gesti fara ósæmilega með matvæli á súsí veitingastöðum í landinu.

Þrír hafa verið handteknir í kjölfar slíkra myndbanda. Í einu má sjá viðskiptavin á veitingastað sleikja fingurna á sér og snerta súsí bita á færibandi sem ætlaðir voru öðrum viðskiptavinum.

Í öðrum myndböndum má meðal annars sjá viðskiptavini setja wasabi á súsí bita sem í boði voru fyrir aðra viðskiptavini og sleikja skeiðar sem ætlaðar eru til sameinginlegra notkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×