31 mark­til­raun skilaði Manchester City einu marki

Siggeir Ævarsson skrifar
Erling Håland var ekki á skotskónum í dag og brenndi af þremur dauðafærum
Erling Håland var ekki á skotskónum í dag og brenndi af þremur dauðafærum Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Meistarar Manchester City tóku á mótu Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jafntefli var niðurstaðan í einstefnuleik.

Raheem Sterling, fyrrum leikmaður City, kom Chelsea yfir með glæsilegu marki undir lok fyrri hálfleiks þar sem hann fór illa með bæði varnarmenn City og Ederson í markinu sem kom engum vörnum við.

Seinni hálfleikurinn var svo nánast algjör einstefna á mark Chelsea en alls átti City 31 marktilraun í leiknum. Rodri bjargaði þó því sem bjargað varð fyrir City með marki á 83. mínútu eftir mikinn darraðadans í teig Chelsea.

Úrslitin þýða að City situr enn í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Arsenal og fjórum stigum á eftir Liverpool, en City á þó leik til góða á bæði lið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira