Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 18:28 Harry og Meghan heimsóttu Bresku-Kólumbíu í vikunni, þar sem þau voru viðstödd æfingar fyrir Invictus leikana árið 2025. Prinsinn stofnaði leikana fyrir særða, slasaða og veika hermenn. Getty/Andrew Chin Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. „Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin. Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
„Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin.
Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58