Tiger þurfti vökva í æð og hætti keppni á miðjum hring Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:28 Fyrsta mót Tiger Woods gekk ekki eins og hann hefði óskað. Vísir/Getty Endurkomu Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi var beðið með töluverðri endurvæntingu en á fimmtudagskvöld var hann mættur til leiks á mótaröðinni í fyrsta sinn síðan í apríl á síðasta ári. Síðustu misseri hjá Tiger hafa einkennst af meiðslum en hann sagði á dögunum að hann væri loks verkjalaus og vonuðust aðdáendur hans til að nú væru bjartari tímar framundan. Tiger lék 72 holur á litlu móti í desember en mótið í Rivera sveitaklúbbnum í Kaliforníu nú um helgina átti að vera hin raunverulega endurkoma. Fyrsti hringurinn í Kaliforníu var skrautlegur. Sex fuglar og sjö skollar sáu til þess að hann var átta höggum á eftir Patrick Cantlay sem var í efsta sætinu. Woods átti skrautleg högg og fann þar að auki fyrir krampa í baki á lokaholunum. Hann hóf síðan leik á öðrum hring í gærkvöldi. Hann féll niður niðurskurðarlínuna eftir tvo skolla í röð snemma og á sjöundu braut skaut Woods teighöggi en hætti svo keppni. Hann var fluttur af svæðinu í golfbíl og forráðamenn PGA-mótaraðarinnar staðfestu að hann væri veikur. „Bakið hans er í fínu lagi“ Rob McNamara, viðskiptafélagi og ráðgjafi Woods til fjölda ára, greindi síðan frá því í viðtali að Woods hefði þurft vökva í æð eftir að hafa fundið fyrir svima. „Hann byrjaði að finna fyrir flensueinkennum í gærkvöldi. Hann vaknaði í morgun og þá voru einkennin verri en kvöldið áður. Hann var með hita en leið betur í upphituninni en þegar hann kom út á völl og var að spila þá byrjaði hann að finna fyrir svima,“ sagði McNamara við fréttamenn. „Læknarnir segja að hann sé með einhverja flensu og að hann hafi þurft vökva. Hann fékk vökva í æð og líður mun betur. Bakið hans er í fínu lagi, þetta voru bara veikindi.“ Golf Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Síðustu misseri hjá Tiger hafa einkennst af meiðslum en hann sagði á dögunum að hann væri loks verkjalaus og vonuðust aðdáendur hans til að nú væru bjartari tímar framundan. Tiger lék 72 holur á litlu móti í desember en mótið í Rivera sveitaklúbbnum í Kaliforníu nú um helgina átti að vera hin raunverulega endurkoma. Fyrsti hringurinn í Kaliforníu var skrautlegur. Sex fuglar og sjö skollar sáu til þess að hann var átta höggum á eftir Patrick Cantlay sem var í efsta sætinu. Woods átti skrautleg högg og fann þar að auki fyrir krampa í baki á lokaholunum. Hann hóf síðan leik á öðrum hring í gærkvöldi. Hann féll niður niðurskurðarlínuna eftir tvo skolla í röð snemma og á sjöundu braut skaut Woods teighöggi en hætti svo keppni. Hann var fluttur af svæðinu í golfbíl og forráðamenn PGA-mótaraðarinnar staðfestu að hann væri veikur. „Bakið hans er í fínu lagi“ Rob McNamara, viðskiptafélagi og ráðgjafi Woods til fjölda ára, greindi síðan frá því í viðtali að Woods hefði þurft vökva í æð eftir að hafa fundið fyrir svima. „Hann byrjaði að finna fyrir flensueinkennum í gærkvöldi. Hann vaknaði í morgun og þá voru einkennin verri en kvöldið áður. Hann var með hita en leið betur í upphituninni en þegar hann kom út á völl og var að spila þá byrjaði hann að finna fyrir svima,“ sagði McNamara við fréttamenn. „Læknarnir segja að hann sé með einhverja flensu og að hann hafi þurft vökva. Hann fékk vökva í æð og líður mun betur. Bakið hans er í fínu lagi, þetta voru bara veikindi.“
Golf Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira