Atletico hafði gengið fremur brösuglega í síðustu leikjum. Liðið hafði ekki unnið í síðustu þremur leikjum í deild og bikar en liðið mætir Inter í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Í dag var liðið hins vegar í fimmta gír. Marcos Llorente kom Atletico yfir á 15. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar.
Staðan í hálfleik var 2-0 og heimamenn bættu í eftir hlé. Angel Correa skoraði þriðja markið strax á 47. mínútu og hann bætti fjórða markinu við úr víti á 62. mínútu.
Skömmu fyrir leikslok kórónaði Memphis Depay síðan frammistöðu Atletico þegar hann skoraði fimmta mark liðsins og innsiglaði 5-0 sigur. Liðið er nú jafnt Barcelona í 3. - 4. sæti La Liga en Barca á leik til góða. Las Palmas er í 8. sæti og er í baráttu um sæti í Evrópu á næsta tímabili.