Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30. stöð 2

Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum allsstaðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra til þess að flytja hana heim. 

Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur. Þeir sem sendu vísbendingarnar um hvarf hans verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist.

Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk.

Þá skoðum við framkvæmdir við nýja Landspítalann, kíkjum á áhugaverða keppni í hugarleikfimi, skoðum skíðasvæði þar sem ekki þarf að notast við skíði og hittum prjónahóp á Tenerife. 

Þetta og margt fleira í stútfullum kvöldfréttatíma Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×